Skírnir - 01.01.1971, Page 158
156
P. M. MITCHELL
SKÍRNIR
Úr þessum hóp höfSu aðeins 11 birt verk sín fyrir aldamót,
og þrír þeirra lifðu og skrifuðu fram eftir öldinni, Einar Kvaran,
Einar Benediktsson og Jón Trausti.
Auk fjölda tungumálanna sem verk hvers höfundar eru þýdd á
kann að vera fróðlegt að huga að fjölda þýðinga eftir hvern höfund
á hvert mál, hvort heldur er skáldsagna, smásagna eða kvæða.
Yfirlit yfir þetta má fá með því að huga að nokkrum þeim málum
sem flest verk hinna víðlesnustu höfunda hafa verið þýdd á og kanna
aðeins á hvaða málum finnist flest dæmi þýðinga. Eftir Halldór
Laxness reynast þá vera 36 þýðingar á sænsku, 27 á dönsku, 17 á
ensku, norsku og rússnesku. Gunnar Gunnarsson er á hinn bóg-
inn talinn fyrir 72 dæmum frumsaminna verka á dönsku, 32
þýðingum á þýzku (Halldór 14), 14 á hollenzku (Halldór 7),
13 á ensku og sænsku, en einungis 3 á norsku. Þessir tveir höfundar
virðast ekki höfða til sama eða samskonar lesendahóps; þannig
hefur ekki nema ein smásaga eftir Gunnar Gunnarsson verið þýdd
á rússnesku. Eftir Einar Kvaran reynast þýðingar á ensku 18 talsins,
15 á þýzku, en aðeins 7 á dönsku og sænsku; og er þetta alls ólíkt
þýðingum og útbreiðslu yngri og víðlesnari höfunda. Eftir Krist-
mann Guðmundsson eru sem fyrr segir 15 dæmi frumsaminna verka
á norsku, 10 þýðingar á dönsku, 8 á sænsku, þýzku, tékknesku og
hollenzku og 7 á ensku. Eftir Gest Pálsson eru 10 þýðingar á þýzku,
5 á dönsku og tékknesku. Af þessum tölum að dæma er markaður
íslenzkra höfunda mestur og beztur á Norðurlöndum og Þýzkalandi,
en á enskumælandi markaði eiga þeir erfiðara uppdráttar.
Athugun á fjölda endurprentana gefur enn til kynna vinsældir
hinna víðlesnustu íslenzku rithöfunda. Af 210 útgáfum á skáld-
sögum Halldórs Laxness (að meðtalinni stuttri sögu, Ungfrúin góða
og húsið) hafa a. m. k. 48 verið endurprentaðar a. m. k. einu sinni.
Af 125 útgáfum á skáldsögum Gunnars Gunnarssonar (að Aðventu
meðtalinni) hafa a. m. k. 34 verið endurprentaðar a. m. k. einu
sinni og a. m. k. 17 tvisvar eða oftar. Tiltölulega hefur þó vegur
Jóns Sveinssonar orðið ennþá meiri. Af þeim bókum hans sem talizt
geta skáldsögur, 34 talsins í þýðingu, hefur meira en þriðjtmgur
verið endurprentaður.
Þess má ennfremur geta að nokkrar skáldsögur hinna helztu ís-
lenzku höfunda hafa verið þýddar oftar en einu sinni á sama mál.