Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 159
SKÍRNIR ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 157
Ein af sögum Kristmanns Guðmundssonar var tvívegis þýdd á hol-
lenzku, 1933 og 1941. Skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson var þýdd
tvisvar á þýzku; önnur saga tvisvar á pólsku; og hin þriðja tvisvar
á sænsku. Tíma, fé og fyrirhöfn væri ekki varið til slíkra verka ef
ekki þætti nauðsyn á betri þýðingum, allra sízt slíkra stórvirkja sem
Sölku Völku eftir Halldór Laxness sem tvisvar var þýdd á tékk-
nesku, þýzku og sænsku, eða Sjálfstœðs fólks sem var þýdd þrisvar
á þýzku. En vera má að nauðsynlegt hafi þótt að hagræða orðfæri
sögunnar að pólitískum hætti. Sjálfstœtt fólk var fyrst þýdd í Þýzka-
landi 1937, á valdatíma nazista, þá 1962 í Vestur-Þýzkalandi, og
loks 1968 í Austur-Þýzkalandi, en sú þýðing síðan endurprentuð í
V estur-Þýzkalandi.
Annað glöggt mark um vinsældir höfundar er að tekin séu saman
sérstök söfn smásagna eða ljóða hans í þýðingu (ekki þýðingar
frumsaminna hóka heldur ný safnrit). 49 slík safnrit 22j a íslenzkra
höfunda hafa verið tekin saman, 38 þeirra eftir höfunda frá þessari
öld. Átta slík safnrit eru til eftir Halldór Laxness, (tvö þýzk, eitt
danskt, ungverskt, pólskt, rúmenskt, rússneskt, sænskt); fimm eftir
Gunnar Gunnarsson (fjögur þýzk, eitt ungverskt); og fimm eftir
Gest Pálsson (tvö þýzk, tvö tékknesk, eitt danskt). Alls eru 11 shk
safnrit til á þýzku; 10 á dönsku; 7 á nýnorsku; 4 á rússnesku og
sænsku; 3 á ensku og tékknesku; 2 á ungversku; og 1 á eistnesku,
frönsku, lettnesku, pólsku og rúmensku. í þessum tölum eru ekki
talin safnrit með verkum Jóns Sveinssonar þar sem oft er vandséð
hvað sé nýtt safn og hvað þýðing frumsamins safns að nokkru eða
öllu leyti.
Auk Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarssonar og Gests Pálsson-
ar hafa sérstök safnrit með ljóðum og sögum eftirtalinna höfunda
komið út erlendis: Jónas Árnason (rússneska), Einar Benediktsson
(enska), Guðmundur Friðjónsson (danska), Jónas Guðlaugsson
(danska), Tómas Guðmundsson (franska, nýnorska), Snorri Hjart-
arson (nýnorska), Matthías Johannessen (danska), Jóhannes úr
Kötlum (nýnorska), Jónas Hallgrímsson (danska), Jónas Jónasson
(danska, sænska, þýzka), Steinn Steinarr (danska, nýnorska), Ein-
ar Kvaran (danska, þýzka), Hallgrímur Pétursson (enska), Hann-
es Pétursson (danska, nýnorska, sænska), Stefán frá Hvítadal (ný-
norska), Davíð Stefánsson (nýnorska), Halldór Stefánsson (tékk-