Skírnir - 01.01.1971, Side 160
158
P. M. MITCHELL
SKÍRNIR
neska, rússneska, eistneska), Ólafur Jóh. Sigurðsson (rússneska,
eistneska, lettneska) og Steingrímur Thorsteinsson (þýzka).
Enn er ónefnd ein grein bókmennta sem áhugi hefur beinzt að er-
lendis um meira en hundrað ára skeið, íslenzkar þjóðsögur sem
einkum eru kunnar af safni Jóns Árnasonar. Frumútgáfa þeirra, á
íslenzku, kom út í Leipzig árin 1862-64, en nokkru fyrr hafði Kon-
rad Maurer gefið út safn þjóðsagna í þýzkri þýðingu. Tvö önnur
stór þjóðsagnasöfn, þýdd af J. C. Poestion og Margarete Lehmann-
Filhés, komu út í Þýzkalandi á níunda áratug aldarinnar. Á dönsku
kom þjóðsagnasafn í tveimur bindum, þýtt af Carl Andersen, sam-
tímis íslenzku Leipzig-útgáfunni 1862-64. Síðan hafa íslenzk þjóð-
sagnasöfn birzt á dönsku, ensku, þýzku, ungversku, norsku, serbó-
króatisku, slóvensku og sænsku, og einstakar þjóðsögur hafa birzt
í tímaritum í Danmörku, Frakklandi, Þýzkalandi, Sovétríkjunum,
Svíþjóð, Júgóslavíu, Kanada og Bandaríkjunum. Á sjöunda tug
19du aldar birtust íslenzk þjóðsagnasöfn á dönsku, ensku, þýzku
og norsku, en á sjöunda tug 20stu aldar á ensku, serbó-króatisku
og ungversku, og hefur útgáfa íslenzkra þjóðsagna erlendis ekki
verið meiri í annan tíma nema ef vera skyldi áratuginn 1920—29
þegar þjóðsagnasöfn birtust á þýzku (2), dönsku, norsku og sænsku.
I hinum fjölmenna hóp íslenzkra skálda sem kvæði eiga á öðrum
málum eru margir sem ekki hefur verið þýtt eftir nema eitt kvæði
eða tvö. Mér vitanlega eru þeir höfundar 68 talsins sem eftir hefur
verið þýtt eitt einasta kvæði á eitt mál, en eftir 14 höfunda hafa
aðeins tvö kvæði verið þýdd eftir hvern þeirra. Slíkar þýðingar
skipta litlu máli hver fyrir sig, en segja má að allar saman beri þær
vott um almennan, óljósan áhuga á íslenzkum skáldskap. Annað
mál er það hvort sá áhugi nær til fleiri en þýðendanna. En sumar
þýðingar, skálda sem lítt eru þekkt heima á íslandi, virðast tilkomn-
ar af tómri hendingu.
Það er nýtilkomið að íslenzkt efni sé hirt í erlendum safnritum,
hvað þá að sérstök safnrit íslenzks efnis séu gerð erlendis, en það
stafar vafalaust af því að slík safnritaútgáfa er tiltölulega nýleg.
Árin 1900-09 birtist íslenzkt efni í sex slíkum safnritum svo vitað
sé, dönskum (3), þýzkum (2) og rússnesku (1), en færri slík dæmi