Skírnir - 01.01.1971, Side 161
SKÍRNIR ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 159
finnast næstu tuttugu ár á eftir og þaðan af færri næstu tuttugu
ár á undan. Það var ekki fyrr en á fimmta áratug aldarinnar að
skriður komst á þessa útgáfustarfsemi.
Þá birtust íslenzk ljóð og laust mál í dönskum, þýzkum, ensk-
um, sænskum og nýnorskum safnritum - og sænska ritið var
prentað átta sinnum. A sjötta áratugnum birtist íslenzkt skáldskap-
arefni í 13 safnritum, samnorrænum ritum (2), enskum (4), þýzk-
um (2), rússneskum (2), og kínverskum, sænskum og ítölskum (1)
safnritum. Þessi útgáfa j ókst enn á sj öunda áratugnum. Auk þýddra
ljóða í tveimur safnritum norræns efnis birtist þá íslenzkt efni í
enskum (5), rúmenskum (3) og þýzkum (2) safnritum og auk
þess í sænskum, ungverskum, serbó-króatiskum og armenskum safn-
ritum (1). Aukinn áhugi á íslenzkum bókmenntum sem fram kem-
ur af auknum þýðingum þeirra birtist einnig í aukning íslenzks
efnis í safnritum.
I eldri safnritum, einkum þýzkum, þar sem íslenzkt efni birtist,
var gjarnan fjallað um bókmenntirnar sem þátt í lýsing lands og
þjóðar, heimild um íslenzkt mannlíf fremur en sérstakt bókmennta-
legt viðfangsefni. En þetta viðhorf hefur breytzt á seinni árum eins
og t.a.m. bók Ariane Wahlgren, Modern islandsk poesi, er til vitnis
um, ljóðaþýðingar eftir 13 skáld, 200 bls. bók, gefin út í Stokk-
hólmi 1959.
Islenzkur trúarskáldskapur er lítt þekktur erlendis. Tilraunir hafa
verið gerðar til að vekja áhuga á Passíusálmum Hallgríms Péturs-
sonar á ensku og dönsku, en þær hafa ekki borið neinn verulegan
árangur. Stakar þýðingar eru til á sálmum séra Hallgríms en svo
sem ekkert eftir önnur íslenzk sálmaskáld. En það er eftirtektarvert
að 16 íslenzkir sábnar eru í Nynorsk salmebok - en aðeins einn, eft-
ir Matthías Jochumsson, í norsku sálmabókinni, og í dönsku sálma-
bókinni aðeins þýðing Grundtvigs á „Ó, Jesú, Jesú“ eftir Sigurð
Jónsson.
Nú á dögum þykir það sjálfsagt mál að íslenzkt efni sé tekið upp
í safnrit og önnur verk sem fjalla um norræna menningu og bók-
menntir. Hlutur Islands í slíkum ritum er jafnan meiri en stærðar-
hlutföll þjóðanna segja til um. I rúmenska safnritinu Poezia nord-
ica moderna (1968), fyrsta bindi sem helgað var danskri, finnskri
og íslenzkri ljóðlist, birtust íslenzk ljóð á 50 bls., dönsk á 109 bls.