Skírnir - 01.01.1971, Side 162
160
P. M. MITCHELL
SKÍRNIR
en finnsk (og finnsk-sænsk) ljóð á 110. Eftir stærð þjóðanna hefði
hlutfallið 1:25 verið sanni nær. I rússnesku safni norrænna smá-
sagna, Rasskazy skandinavskix pisatelej (1957), sem síðan var þýtt
í heilu lagi bæði á armensku og kínversku, birtust sögur eftir Gunn-
ar Gunnarsson, Halldór Stefánsson, Halldór Laxness og Olaf Jóh.
Sigurðsson, 75 bls. af 400 textasíöum alls.
íslenzkir þýðendur hafa tekið saman allmörg safnrit íslenzkra
ljóðmæla á ensku - flest velviljaðar en marklitlar tilraunir til þess
sem Þjóðverjar nefna „Kulturpropaganda“. Þær standast ekki
samanburð við verk erlendra þýðenda sem hneigzt hafa að íslenzk-
um bókmenntum. Markverð safnrit íslenzkra Ijóða frá fyrri tíð eru
bækur Watson Kirkconnells á ensku, The North American Book of
Icelandic Verse, 1930, og Olaf Hansens á dönsku, Ny-islandsk Lyrik
(1901) og Udvalgte islandske Digte (1919). Engin þeirra er neitt
bókmenntalegt afrek, en hinir erlendu þýðendur eru vandfýsnari
og vandvirkari en hinir islenzku sem er meira í mun að kynna
kvæðin sem þeir fjalla um en túlka þau sem listaverk á öðru máli.
Þýzkt safnrit smásagna Islandische Erzdhler (1963) sem Kristinn
E. Andrésson og Bruno Kress tóku saman, er furðu stórt, sögur eft-
ir 26 höfunda, og kom þó út í annarri útgáfu 1968. Finna má að
efnisvali þess, að höfundum sem hliðhollir séu stjórnarfarinu í
Austur-Þýzkalandi sé gert of hátt undir höfði í ritinu. En trúlegt
er að safnrit sem þessi takist bezt með slíkri samvinnu þýðanda
og innlends gagnrýnanda um efnisval og útgáfu.
Gildi góðra þýðinga fyrir úthreiðslu íslenzkra bókmennta er-
lendis verður seint ofmetið. Verk hinna beztu þýðenda stuðla að
því að vekja og viðhalda áhuga á íslenzkum bókmenntum meðal
erlendra lesenda og tryggja þeim framgang. Peter Hallberg hefur
ekki aðeins verið snjall þýðandi Halldórs Laxness á sænsku held-
ur einnig fræðimaður um verk hans. Ýmsir snjallir þýðendur hafa
fjallað um verk Gunnars Gunnarssonar, t. a. m. helzti þýðandi
hans á þýzku, Helmut de Boor, en um þá gegnir sérstöku máli þar
sem þeir þýða úr dönsku. Útbreiðsla íslenzkra bókmennta á ný-
norsku stafar ekki einvörðungu af frændsemi tungumálanna og
áhuga norskra „málmanna“ þess vegna á íslenzkum efnum, heldur
hafa snjallir þýðendur fjallað um íslenzk verk á nýnorsku, áður