Skírnir - 01.01.1971, Side 165
SKIRNIR
SIÐFERÐI OG SKYLDUR FRÆÐIMANNA
163
tjáðu mér, að Gunnar Hansen hefði gefið Landsbókasafninu bækur sínar eftir
sinn dag. Nú má vel vera, að þetta hafi verið misskiiningur minn, en athuga-
semd í aSfangabók var mér aldrei bent á. Upplýsingar bókavarða skrifaði ég
hjá mér á miða, sem ég á enn, og það sem meira er vitnaði ég trúverðuglega
til þeirra í prófritgerð minni, sem varðveitt er vélrituð í Háskólabókasafni
og hverjum manni er greiður aðgangur að, ekki sízt próf. Sveini Skorra Hös-
kuldssyni. Við bls. 108 er eftirfarandi athugasemd neðanmáls:
Þess má geta, að eintök Landsbókasafnsins af nefndum bókum Os-
bornes, svo og bók Lowries, bera bókamerki eins bezta vinar Kamb-
ans, Gunnars Hansens leikstjóra, sem að sögn bókavarða hafði arf-
leitt safnið að þeim. En hvernig bækumar á sínum tíma komust í
eigu Gunnars Hansens, hefur mér ekki tekizt að hafa upp á, en
freistandi að geta sér þess til, að Kamban hafi þar átt einhvem
hlut að máli.
I samráði við ritstjóra Studia Islandica stytti ég ritgerðina smávegis og
breytti fyrir útgáfuna, m. a. hef ég sleppt þessari neðanmálsgrein, enda ekki
gert mér grein fyrir mikilvægi hennar á því stigi málsins.
í síðasta árgangi Skímis bendir svo próf. Sveinn Skorri mér á aðfangabók
Landsbókasafnsins, þar sem haft er eftir gefanda bókanna, Gunnari Hansen,
að Guðmundur Kamban hafi notað þær við samningu Ragnars Finnssonar.
Aðfangabókina hugkvæmdist mér ekki að líta í, þar sem ég hafði orð bóka-
varða.
Að lokum tilbrigði við þema þessara skrifa: fræðimannlegt siðferði, inn-
blásið af stíl og orðalagi ritdómsins.
Hvergi verður annað séð af ritdómi próf. Sveins Skorra Höskuldssonar en
hann hafi sjálfur fundið athugasemdina í aðfangabók Landsbókasafns 1958-
1961. En ef hann skyldi nú hins vegar hafa fundið hana fyrir ábending bóka-
varða eða öllu heldur bókavarðar (þeir eru fleiri en tveir), hefði verið „sjálf-
sögð kurteisi og raunar fræðileg skylda að geta þess.“ „Það er þó afdráttar-
laus skylda fræðimanns að láta jafnan getið heimilda, hvort heldur er munn-
legra eða skriflegra.“
Reykjavík, í september 1971.
Helga Kress