Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 169
SKÍRNIR
RITDÓMAR
167
unga. í hinni víðari merkingu táknar Sagaliteratur hér aðrar sagnabókmenntir
á norrænu máli, sem í minna mæli eiga sér íslenzkar forsendur, svo sem ridd-
arasögur ásamt íslenzkum eftirlíkingum þeirra, íslenzkar þýðingar latneskra
rita um söguleg efni, heilagra manna sögur, norsk og íslenzk sagnfræðirit o. fl.
Þessu næst víkur höfundur nánar að greiningu sagnanna eftir efni þeirra
og eðli. Byggir hann þar í aðalatriðum á hefðbundinni venju, en hefur að
auki til viðmiðunar flokkun Sigurðar Nordals í fomaldarsögur, fortíðarsögur
og samtímasögur, sem sýnir allvel þverskurð sumra efnisflokkanna, einkum þó
konungasagna. Tekst Schier að gera skil þessa mikla og sundurleita efnis ljós
í furðu stuttu máli. Fjallar hann síðan um hvem sagnaflokk í sérstökum
kafla, fyrst með greinargerð um allt hið helzta, sem einkennir og afmarkar
flokkinn og varpar ljósi á afstöðu sagnanna þar innbyrðis, uppruna þeirra og
þróun o. fl. Þá fylgir skrá um helztu handrit, útgáfur og yfirlitsrit. Loks er
haglega gerð skrá yfir einstakar sögur í flokknum, þar sem einnig er tilgreind-
ur höfundur sögunnar, ef kunnur er, ennfremur sögutími, ritunartími, helztu
handrit og útgáfur. Þar að auki fylgja upplýsingar um þýzka þýðingu sög-
unnar og helztu vísindarit, sem hana varða sérstaklega. Hin fasta skipan bók-
arinnar gerir hana einkar hentuga til uppsláttar, þótt henni sé ekki ætlað að
vera tæmandi.
Skal nú drepið á nokkur efnisatriði.
I kaflanum um konungasögur er lögð áherzla á mun sagnarita, sem hafa
eðli kroniku fremur en sögu, og hinna eiginlegu konungasagna, sem höfundur
telur íslenzkt listform. Að skoðun hans verður forysta Islendinga í prósabók-
menntum á 12. og 13. öld fullskýrð, ef höfð er í huga þróun hirðskáldskapar
tvær næstu aldir á undan. En gæðamunur konungasagna verður þó ekki nægi-
lega ljós af því, sem hér er sagt, a. m. k. fá þýzkir lesendur tæplega metið
yfirburði Snorra, nema rækilegar komi fram, í hverju þeir eru fólgnir. Til
að kynna frásagnarlist Snorra hefði t.a.m. verið nærtækt að birta hlið við hlið
litla glefsu úr Ólafs sögu helga eftir hann og tilsvarandi hluta úr einhverri
eldri Ólafs sögu. Sams konar gloppa er í lýsingu íslendingasagna. Kurt Schier
skipar þeim á bekk með hinum beztu konungasögum, en hvort tveggja er, að
þær eru talsvert misvel að lofinu komnar og kostirnir, einkum þeirra sem fram
úr skara, verða nokkuð á huldu; lesandinn fær því of óljósar bendingar um
það, sem hér er helzt til að slægjast eftir. Allar fullyrðingar um bókmennta-
gildi eru hveimleiðar án rökstuðnings, en vel má vera, að hér eigi höfundur
nokkra afsökun: Við samantekt bókar sinnar hefur liann fyrst og fremst stuðzt
við rit annarra manna, en fram til þessa hefur flestum fræðimönnum verið
tíðara að fjalla um ýmislegt annað í sögunum en sjálft bókmenntagildið,
enda þótt menn viðurkenni yfirleitt nú, að þær beri fyrst og fremst að meta
sem bókmenntir. Það er Schier vissulega fullljóst, og hann andmælir hinni
eldri skoðun, sem vildi ekki viðurkenna, að sögurnar í núverandi mynd væru
höfundarverk, heldur setti þær á bekk með alþýðlegum fróðleik eða þjóðsög-
um. Hann fjallar m.a. um nokkur ólík einkenni sagna eftir landshlutum. Er
einkar athyglisverður samanburður hans á hinum elztu sögum af vestanverðu
landinu annars vegar og Norðurlandi austanverðu og Austfjörðum hins vegar.