Skírnir - 01.01.1971, Page 172
170
RITDÓMAR
SKÍRNIR
að kalla hana deilurit, en hún er innlegg höfundar í umræðu, sem fram hefur
farið um Passíusálmana og höfund þeirra. Hér á ég einkum við þrjár eldri rit-
gerðir: Ame M0ller: Hallgrímur Péturssons Passionssalmer; Halldór Laxness:
Inngangur að Passíusálmum (birt í Iðunni og Vettvangi dagsins) og Magnús
Jónsson: Hallgrímur Pétursson. Æfi hans og starf. I—II.
Sigurður kallar ritgerð sína af lítillæti „hugleiðingabrot", og það er auðsjá-
anlega ekki ætlun hans að taka til heildarendurskoðunar kenningar fyrri fræði-
manna um Passíusálmana, en hann grípur ákveðna þætti í sköpunarsögu sálm-
anna og vegur og metur skoðanir og rök fyrirrennara sinna, sem um sálmana
hafa skrifað.
Sameiginlegt einkenni á verkum þeirra fjögurra höfunda, sem hér verða til
nefndir, er það, að rannsóknir þeirra eru í megindráttum það, sem kalla mætti
ytri könnun Passíusálmanna. Af þessum fjórum er ritgerð Laxness mest innri
könnun, og ber þannig keim af nýrýni, þótt þjóðfélagsleg sjónarmið ráði einnig
miklu.
Viðhorf Ame Mpllers voru fyrst og fremst samanburðarbókmenntafræðileg.
Hann kappkostaði að finna og benda á bókleg áhrif á séra Hallgrím, sem
birtust í sálmum hans. Magnús Jónsson og Sigurður Nordal vilja ekki láta
staðar numið við hin bóklegu áhrif, heldur leita dýpra eftir „tilefni" Passíu-
sálmanna. Rannsóknaraðferð beggja í þeirri leit er ævisöguleg og sálfræðileg,
og þar virðist Sigurður leggjast miklu dýpra í skýring sinni.
Athyglisvert er, hversu hinir þrír, íslenzku höfundar eru í rauninni allir
bundnir af „þjóðsögum“ um séra Hallgrím, þótt þeir leggi mismikla áherzlu
á að plokka þjóðsagnaefnið utan af því, sem þeim virðist sennilegast.
Svo sýnist, þegar á heildina er litið, sem mestur skyldleiki sé með rannsókn-
artilgangi Magnúsar Jónssonar og Sigurðar Nordals. Báðir leita þeir framar
öðru að „tilefni" Passíusálmanna. Þeir em ósammála um „tilefnið", en hitt er
athyglisverðari sameiginleg afstaða, að þeir gera báðir ráð fyrir sérstöku til-
efni, og í beggja augum er tilefnið sama eðlis, þ. e. a. s. þjáning séra Hall-
gríms sjálfs verður honum tilefni til að yrkja um píslardauða Krists.
Halldór Laxness taldi munnmælin vitrari en sagnameistarana, og í sögnun-
um um Hallgrím Pétursson sá hann birtast Kristshugmynd hrjáðrar þjóðar.
Líkt og Kristur varð ímynd þjáðs mannkyns, varð Hallgrímur Pétursson
ímynd hrjáðra manna á íslandi, tók í augum þeirra á sig píslarvætti frelsarans
- varð Jesúgervingur aldar sinnar.
Spumingin er, hvort nokkur vemlegur eðlismunur er á skilningi munnmæl-
anna og skilningi þeirra Magnúsar Jónssonar og Sigurðar Nordals. I öllum til-
vikum verður þjáning skáldsins undirrót sálmanna. Höfum við hér dæmi um
bókmenntalega hringrás? Gefur yrkisefni Hallgríms Péturssonar, þjáning og
fómardauði frelsarans, mönnum hugmyndina um þjáning hans sjálfs? Þegar
menn hafa svo „fært sönnur" á, eða a. m. k. líkur fyrir, þjáningu skáldsins, má
þá skýra þjáningarefni sálmanna með sálfræðilegum forsendum úr lífi þess?
Bæði Magnús Jónsson og Sigurður Nordal leggja rækt við að hafna „holds-
veikum ölmusumanni" munnmælanna og Halldórs Laxness sem höfundi Passíu-
sálmanna. í beggja augum er skáldið á sköpunartíma Passíusálmanna sæmi-