Skírnir - 01.01.1971, Side 180
178
RITDÓMAR
SKÍRNIR
En hversu ég blygðast mín Vaculík:
teinréttur mætir þú ofbeldinu
meðan ég skríð um sölutorgið
líkastur hræddri auðmjúkri pöddu
og býð þeim Dean Rusk og Pipenelis
að spígspora á aumingjaskap mínum.
Þannig tekur Jóhannes til orða í kvæðinu Skeyti til Prag. Eftirleikur kalda-
stríðsins - sem reyndar er frekar framhald - liggur skáldinu þungt á hjarta,
og kannski ekki hvað sízt það gengishrun á hugsjónum kommúnismans, sem
þriðjaflokks stjómmálamenn Sovétríkjanna hafa valdið. Ekki er lengur hægt
að tefla fyrirmyndarríkinu fram móti hinum vestræna sora:
Tvö risavaxin finngálkn
kennd við Atlantshaf og Varsjá
skipta okkur smælingjunum á milli sín
eins og auvirðilegu herfangi.
Jafnvel óumdeilanlegar frelsishetjur geta spillzt og framleiðsla þeirra orðið
verðlaus í vörzlu finngálknanna tveggja, jafnvel Hó frændi gæti hlotið þau
örlög:
En kæri frændi:
ertu þá nógu mikið dáinn
til þess að líf þitt bjargist heilt
gegnum nálaraugað?
Hér er að mínum dómi sá tónn sleginn, sem hvað mest gætir í Nýjum og nið-
um. Stundum reynir skáldið að vekja sér svolitla bjartsýni, svo sem eins og í
fyrsta kvæði bókarinnar, Ijóðaflokknum Óðnum um oss og börn vor. Þar
er reyndar sögu byltingar- og verkalýðshugsjónarinnar þjappað saman, á eftir
hinni æskuglöðu hrifningu koma hin sáru vonbrigði og svik við hugsjónina.
I lok kvæðisins reynir skáldið að sjá ljósan punkt í tilverunni, þar sem hin
nafnfræga uppreisn æskunnar er, en það verður ekki sannfærandi, fremur
en uppreisnin sjálf, - og standa nú kannski ekki efni til annars. Yfir þá nöpru
staðreynd, að stúdenta- og æskufólksuppreisnin sé stefnulaus vitleysa, háð
duttlungum og tilviljunum, reynir skáldið að breiða blæju illskiljanlegrar
heimspeki, sem kannski er engin heimspeki, heldur öllu fremur dulspeki,
eða andatrú:
Því sérhver ný kynslóð verður að frelsa heiminn
Með því að skapa hann í sinni mynd
segir skáldið, og í síðustu köflum kvæðisins, þe. 4. og 5. veit ég satt að segja
ekki, hvort honum er alvara. Það þurfa mér slyngari bókmenntafræðingar