Skírnir - 01.01.1971, Page 187
SKÍRNXR
RITDÓMAR
185
staðnæmist ekki, fremur en sagan, við mannlýsing, mannshugsjón séra Jóns
sem er í rauninni til lykta leidd í samtali þeirra Godmanns Sýngmanns (8),
manngerving í ætt við fegurðarstjóra og grósséra fyrri leikja - en einnig hug-
sjónamenn og heimsfrelsara í hinum fyrri skáldsögum höfundarins. An hans
væri lífsýn verksins ekki fullger, bölmóðug og kaldlyndisleg og byggð á hálf-
sögðum trúarlegum eða dulrænum forsendum.
Að baki þeirra ber uppi konuna í sögunni, Uu, frumkonu og dulkonu og al-
þýðlega prjónakonu. Þá fyrst er hún kemur til kveikist heimur sögunnar í eina
heild. Hlutverkið kann að þykja þannig vaxið að ógemingur sé að leiða það
fyrir sjónir í leik. Það er engu að síður vandi leikgerðar eftir Rristnihaldi
undir Jökli að sýna að sínum hætti fram á þessa kvenmynd eilífðarinnar í við-
líka samhengi sögunnar.
Styrkur leikgerðarinnar í Uu er án efa trúnaður hennar við Kristnihald, hve
vel hún leiðir mannlýsingar sögunnar í Ijós, það er efalaust að leikgerðin hefur
orðið mörgum áhorfanda aðgengilegri og auðveldari viðfangs en skáldsagan
var. Af aðferð leiksins að efninu stafar að sýning hans er líkleg að viðhaldast
í minningunni sem myndasyrpa upp úr efni skáldsögunnar. En trúnaður hans
við söguna setur leiknum sín takmörk, efnið virðist víða þurfa við meiri ein-
földunar, stílfærslu en aðferðir leiksins leyfa til að njóta sín til hlítar. Svo
er t. d. um hið langdregna 6ta atriði leiksins þar sem þáttur biskups í upphafi
en „beitarhúsamanna" í lokin mætti auðveldlega missa sín. Það sýndi sig í
Iðnó að þeirra hlutur í leiknum er fjarska vandmeðfarinn á sviði, en það sem
þeir segja í þessu atriði kemur allt fullvel fram hjá Godmann Sýngmann og
sfðan Uu síðar í leiknum. (8, 12) Þeirra þremenninga er reyndar einungis
þörf í lífgunaratriðinu (11) sem gjaman mætti vera til muna yfirbragðsmeira
en það reynist í Uu og á sýningunni í Iðnó, en eins og fleiri atriðum (7, 9)
virtist því einkum ætlað að fleyta fram söguþræðinum, tengja önnur efni sög-
unnar og myndasyrpu leiksins saman.
En að baki leiknum má hvarvetna sjá hilla undir miklu djarflegri átök við
efnið, úrvinnslu þess á sviðinu þar sem hlutverk Umba væri leitt til raunvem-
legra lykta í leik, einasta skilningsleiðin að Uu, hinni mystísku kvenhugsjón
sem er kjami bæði sögu og leiks. Með slíka túlkun, leikræna nýsköpun „mann-
eskjunnar í sögunni" að bakhjarli gæti skeð að samtal þeirra Uu, viðskilnaður
við séra Jón í síðustu atriðum leiksins, öðlaðist merkingu sem þau eiga ekki
ein sér rofin úr samhengi sögunnar - sem að vísu hliðrar sér sjálf hjá því að
leggja fólki og atburðum útlagða merkingu til. En þá væri líkast til ekki lengur
um að ræða leikgerð eftir skáldsögu, endursögn hennar á sviði, heldur endur-
lausn efnisins í öðru formi, að dramatískum hætti.
ÓlafuT Jónsson
AÐRAR BÆKUR SENDAR SKÍRNI
Axel Thorsteinsson: Óx viSur aj Vísi. Dagblað í sextíu ár. Aðalútsala: Bóka-
útgáfan Rökkur, Reykjavík 1971.