Skírnir - 01.01.1971, Síða 189
Skýrslur Bókmenntafélagsins
AÐALFUNDUR
Hins íslenzka bókmenntafélags var haldinn í Bláa sal Hótel Sögu 7. nóvember
1970, og hófst hann kl. 14,00.
Þetta gerffist;
1. Forseti, Sigurður Líndal, setti fundinn og skipaði Svein Skorra Höskuldsson
fundarritara í fjarveru skrifara félagsins.
2. Forseti flutti skýrslu um starfsemi félagsins s.l. starfsár. (Sjá nánar Bréf til
félagsmanna 1970 hér að neðan.)
3. Gjaldkeri, Einar Bjarnason, gerði grein fyrir fjárhag félagsins og las upp
reikninga þess.
Forseti ræddi reikningana og lagði til, að samþykkt þeirra væri frestað til
næsta aðalfundar. Var það samþykkt samhljóða.
4. Guðmundur Skaftason hrl. og Gústaf A. Agústsson endurskoðandi voru ein-
róma kjömir endurskoðendur reikninga félagsins.
5. Páll Kolka, fyrrum héraðslæknir, kvaddi sér hljóðs og ræddi útgáfu lær-
dómsrita Bókmenntafélagsins. Gagnrýndi hann nokkuð val rita í flokkinn og
taldi heimspekileg rit setja of mikinn svip á hann. Óskaði hann eftir fleiri
ritum um náttúruvísindaleg efni, og einnig taldi hann æskilegt, að nýleg
verk væru valin fremur en þau, sem eldri væru.
Forseti þakkaði Páli Kolka innlegg hans og ræddi nokkuð frekar um lær-
dómsritin.
6. Ólafur Jónsson ritstjóri hafði framsögu um framtíðarhlutverk Bókmennta-
félagsins, bæði í bókaútgáfu og útgáfu Skímis.
Töluverðar umræður spunnust um þetta efni, og tóku auk frummælanda
til máls Sigurður Líndal, Magnús Jochumsson, Bergsteinn Jónsson, Jón
Ivarsson, Sveinn Skorri Höskuldsson, Kristján Eldjárn og Sveinn Sæmunds-
son.
7. Forseti þakkaði mönnum komuna og sagði fundi slitið kl. 16,40.
Fleira gerðist ekki. Fundinn sátu um 30 manns.
Sveinn Skorri Höskuldsson
Sigurður Líndal