Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 18
288
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
legum toga. Hún var hugsuð sem fræðsla og upplýsing fyrir
sauðsvartan almúgann, innprentun á upplýstum hugsunarhætti. I
huga Eggerts hafði skáldið reyndar fyrst og fremst ákveðnu sam-
félagslegu hlutverki að gegna. Engu að síður taldi hann skáldið
þurfa að hafa visst frelsi í sköpun sinni, til dæmis til þess að nota
skrúðmikið mál og yrkja myrkt. Skrúðmælgin mátti þó ekki
ganga úr hófi fram því að „kveðandinn missir þá sitt rétta líf og
tilgángs nytsemi“, eins og Eggert segir.19 Frelsi skáldsins getur þó
einnig náð til inntaks kveðskaparins. Skáldið átti til að mynda
ekki að halda aftur af sér þótt hugur þess leitaði á vafasamar
brautir. Þannig segir Eggert að kveðlingar sem fjalli um „amors-
verk og kvennafar“:
ber[i] ei utaná sér klám eða níð, því það er bæði ljótt og ósæmiligt; en
þeir eru þó öllu meiníngar-drjúgir, svo að sagt er hvað ásett er, vildi eg ei
þesskonar kveðskap útiláta, af því að bezt sést geðslag og gáfur liðinna
manna, nær þeir hafa átt um misjafnt að tala eða gjöra, hvar viljinn var
frjáls, en túngan tóllfrí. Eínginn getr neitað því, að í svoddan ástandi sé
helzt stillíngarvant, af því að lostinn er alljafnt framlútari til hins lakara;
og dæmi eru til þess, að skáldmennin hefir flædt á svoddan skerjum, því
þeir hafa þá með íþrótt sinni ei annað gjört, enn dregið að sér illar
hamíngjur. (s. 4-5)
Þessi orð ganga þvert á boð kirkjunnar manna sem höfðu um ald-
ir reynt að vinna gegn brunavísum, amorskvæðum og öðrum
lostakveðskap.20 Eggert hefur þó allan varann á og telur raunar
lostann og tilfinningahitann frekar af hinu illa en góða.21 Bók-
19 Eggert Ólafsson, „Formáli skáldsins um þessi kvæði og þarhjá um vegleik og
vanda skáldskaparins", Kvœði Eggerts Ólafssonar, útgefin eptir þeim beztu
handritum er fengizt gátu (S. L. Möller, Kaupmannahöfn 1832, s. 2).
20 í formála Guðbrands Þorlákssonar að Vísnabókinni frá 1612 segir: „Ad Gud
villde gieva ad av mætti leggiast þær Bruna visur og Avmurs kuæde sem all-
marger elska og idka enn i staden upptakast þessar andlegar Visur sem goder
Menn hava ort og kuedid Gude til Lovgiordar Frodleiks og Skemtanar“ („Til
Lesarans.“ Ein Ny Viisna Bok med morgum andlegum Viisum og Kuædum
Psalmum Lov senguum og Riimum teknum uur heilagre Ritningu, Hoolum i
Hialltadal 1612, blaðsíðutöl vantar).
21 Erfitt er að segja til um hvort þau orð séu fyrst og fremst staðfesting á ægi-
valdi kirkjunnar yfir orðræðu bókmenntanna á tímum Eggerts - hvort þau