Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 60
330
SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON
SKÍRNIR
út; eftir stendur markleysa ein. Hugtak sem hugsanlega á við eitt
tímabil er notað til að lýsa öðru þar sem það á sannarlega ekki
við.53
Jón Guðnason er einn þeirra sagnfræðinga sem hefur dregið
skörp skil í röksemdafærslu sinni á milli einhæfni sjálfsþurftar-
innar og fjölbreytileika hinna „kapitalísku atvinnuhátta".54 Af
máli Jóns má ráða að hér sé um tvo ólíka heima að ræða sem eigi
fátt sameiginlegt. Að öðru leyti skilgreinir hann fyrra hugtakið
aðeins lauslega og þá eingöngu sem efnahagslegt fyrirbæri. Guð-
mundur Jónsson gefur mun afdráttarlausari skýringu á hugtakinu
sjálfsþurftarbúskapur í ágætri bók sinni, Vinnuhjú á 19. öld, þeg-
ar hann bendir á að hvert býli hafi verið „nær sjálfstæð fram-
leiðslu-, neyzlu- og félagseining. Þar af leiðandi voru tíðust sam-
skipti milli heimilisfólksins, en ekki milli bæja, hvað þá innan
hverrar stéttar.“55 Sjálfsþurftin mótast með öðrum orðum af tak-
mörkuðum tengslum býlanna hvert við annað, svo ekki sé minnst
á stærri heildir eða menningarsvæði; hún snertir því allt líf fólks-
ins en ekki eingöngu efnahagslega hlið þess. Samkvæmt þessari
skilgreiningu fær hugtakið sjálfsþurftarbúskapur skýra merkingu.
En hvernig kemur hún heim og saman við vitnisburð dagbókar
Halldórs Jónssonar?
53 Skýrt dæmi um slíka ónákvæmni í meðferð hugtaksins sjálfsþurftarbúskapur
má finna í bók alþýðufræðimannsins Braga Sigurjónssonar, Göngur og réttir
V (Akureyri, Bókaútgáfan Skjalborg, 1987), bls. 24.
54 Sjá Jón Guðnason, Umbylting við Patreksfjörð 1870-1970. Frá bcendasamfé-
lagi til kapitalisma. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 32 (Reykjavík, Sagnfræði-
stofnun, 1993). Ólafur Ásgeirsson notaði hugtakið oft í þekktri rannsókn
sinni en skilgreindi aldrei hvað í því fólst og veikir það nokkuð röksemda-
færslu hans. Sjá Iðnbylting hugarfarsins. Átök um atvinnuþróun á lslandi
1900-1940. Sagnfræðirannsóknir 9 (Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
1988). í íslenskum söguatlas er sjálfsþurftarbúskapur eingöngu skilgreindur
sem efnahagslegt hugtak og því er haldið fram að íslenskur landbúnaður hafi
verið á einskonar millistigi milli sjálfsþurftar og markaðsbúskapar á þessu
tímabili. Sjá íslenskur söguatlas. 2. bindi. Frá 18. öld til fullveldis. Ritstjórar:
Árni Daníel Túlíusson, Tón Ólafur ísberg og Helgi Skúli Kjartansson (Reykja-
vík, Iðunn, 1992), bls. 138-39.
55 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 5
(Reykjavík, Sagnfræðistofnun, 1981), bls. 79.