Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 248
518
ÁRNI IBSEN
SKÍRNIR
ast í hugarleikhúsið sitt, líkt og leikari sem smeygir sér inn í hlutverk.
Ytri heimurinn hverfur eða myrkvast og hin innri sýning getur hafist. I
bókarlok kemur höfundurinn aftur til raunveruleikans ellegar hverfur til
dauðans í afar myrkum epilogos sem nefnist „Kall“ og er líkt og tvístíg-
andi milli þess að vera skopstæling á eftirleikjum hinna klassísku leik-
verka annars vegar en harmkvæði hins vegar.
V
Einu sinni sögur og Engill medal áhorfenda eiga það sameiginlegt að
fjalla af óvanalegu skáldlegu innsæi um form skáldskaparins, og um hug-
arflugið sem er óheftanlegt og fær þess vegna eitt snert hið ósnertanlega.
Bækurnar fjalla um ást og leiki, fyrirbrigði sem hvort um sig eru lykill að
og speglun á mannlegu lífi, en eru þó andskotar þess samfélags sem er
þrælskipulagt og býr við alræði af einhverju tagi.
Höfundarnir beita mjúkri kímni, framandleika og fantasíu, og leika
sér á bernskan hátt að viðfangsefninu, gæla við það líkt og þeir vilji vinna
það á sitt band. I þessum bókum er fjallað um það óhöndlanlega sem við
reynum ævilangt að höndla, þetta sem er eins og hamingjan sem við ger-
um okkur í hugarlund að við höfum átt í bernsku og er eins og fantasían
um þá Paradís sem hefur tapast.
Ástin, viðfangsefni Kristínar, er útópískur draumur, óraunhæf og
óhöndlanleg, og verður í reynd aldrei eins og menn vænta, því reynsla
fullorðinsáranna verður aldrei neitt í líkingu við það sem við ímyndum
okkur að bernskan hafi verið. Sama mætti segja um leiksýningu, og eink-
um hina óútskýranlegu og kynngimögnuðu listrænu upplifun sem er
viðfangsefni Þorvaldar. Sú leiksýning sem áhorfendur fá að sjá eftir
stormasaman aðdraganda er aldrei söm og leiksýningin sem aðstandend-
ur dreymdi um í upphafi. Sú leiksýning verður aldrei að veruleika, vegna
þess að hún er afstæður draumur í huga þess sem fékk hugmynd um að
skapa hana.
Á sjöunda áratugnum blómstraði það smágerða í listum. Svo nefndur
„minimalismi" eða eins konar örverkagerð varð áberandi í myndlist og
bókmenntum hvarvetna í hinum vestræna heimi. Sá áratugur einkenndist
jafnframt af pólitískum öfgum; einstrengingi í allri umræðu. Níundi ára-
tugurinn hefur einnig verið kenndur við pólitíska öfga, en á sama tíma
hafa hin svonefndu „örverk" orðið æ meira áberandi í bókmenntunum.
Einhver skýring er sjálfsagt á því að jafnskjótt og stjórnmálaumræð-
an verður stórkarlaleg og þröngsýn, verða bókmenntirnar fínlegri, efa-
gjarnari, yfirlætislausari og hallari undir fantasíu. Styrkur þess smáa ligg-
ur x því að illmögulegt er að ná höndum utan um það. Þannig eru örverk
í eðli sínu líka. Þröngsýn hugmyndafræði nær ekki taki á þeim og tekst
því ekki að nýta sér þau x' áróðursskyni. Ekki fremur en það bernska,