Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 138
408
KRISTlN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
um. Þeim nöfnum fylgir útgefandi, flestum, ef ekki öllum, leitast
við að skýra þau að nýju og finna þeim annan uppruna. Alveg
ótrúlega mörg nöfn eru tekin til meðferðar og af ótrúlega miklu
kappi.
Hér skal aðeins tekið til dæmis eitt hinna breyttu nafna, bæj-
arnafnið Gróstaðir. Ekki hef eg hugmynd um hvernig þar hagar
til, nema að sagt er að bærinn standi á barmi djúprar grófar og „er
trúlegt, að bærinn dragi [...] nafn af henni“ (ÍF XIII, s. cxxvi).
Mikið hefur verið haft við þá gróf að kenna við hana „staðar“-
bæjarnafn, og ólíkt finnst mér trúlegra að bærinn dragi nafn sitt
af kvenmannsnafninu Gró eða Gróa. - Gró og gróf er heldur alls
ekki sama orð, og ef bærinn hefði raunverulega verið kenndur við
gróf, var óhjákvæmilegt að fella niður einn staf orðsins, f-ið. En
þannig sýnist mér vera í mörgum þeirra dæma, sem tekin eru. Það
verður að breyta nöfnum á ýmsa vegu til þess að hægt sé að
þrengja þeim til að gegna því hlutverki, sem þeim er ætlað, - að
ryðja burt mannsnafni sem fyrir var í örnefni eða bæjarnafni. Að
vísu er alls ekki hægt að fullyrða nema eitthvað þess háttar hafi
getað komið fyrir stöku sinnum, en að slíkt hafi nokkurntíma
verið algengt, finnst mér gersamlega óhugsandi.
Eins og við var að búast, hefur Þórhallur ekki mikla trú á að
sannindi sé að finna í Harðar sögu, og er helst að skilja að sagan
um dvöl útlaganna í hólminum sé tómur tilbúningur, og jafnvel
að Hörður Grímkelsson hafi aldrei verið til. Sagan um Hörð, ætt
hans og uppruna, svo og örlög, virðist þó hafa góðan stuðning í
Landnámu, að vísu, að því sagt er, í yngri gerð hennar, sem
kennd er við Sturlu Þórðarson. En Sturla var hreint enginn skyn-
skryppningur, og hann ól einmitt að mestu aldur sinn á Vestur-
landi. - Miklu finnst mér sennilegra að hann hafi heyrt sagnir um
Hörð og Hólmverja, en að hann hafi búið söguna um þá til út í
bláinn og skrifað inn í Landnámugerð sína. Því trúi eg ekki.
Þórhallur leiðir að því nokkur rök að Styrmir fróði hafi samið
Harðar sögu, og það má svo sem vel vera. Hitt finnst mér ekki
eins líklegt, að tilefni sögunnar hafi verið tiltæki Sturlu Sighvats-
sonar að láta flytja menn út í Hólminn sumarið 1238. Eg hafði
reyndar haldið að þetta hefði verið þveröfugt og að Sturla kynni
að hafa fengið þessa fráleitu hugmynd, vegna sögusagna um