Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 146
416
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
látna sonar með djúpri virðingu og samlíðan: „ok kynvið / kván-
ar minnar."8
Einnig er því lýst með sterkum litum, hversu sonurinn hafi
verið föður sínum náinn og auðsveipur. Egill unni konu sinni,
móður Böðvars, öllu ofar, en Snorri skildi við sína konu og er
hætt við að fremur kalt hafi verið milli þeirra. Hann bar heldur
ekki gæfu til samþykkis við Jón murt undir hið síðasta og leiddi
það missætti til þess að ungi maðurinn fór utan og átti ekki aftur-
kvæmt til íslands úr þeirri för. - Og að síðustu niðurlag kvæðis-
ins, hið einstæða tal skáldsins um Óðin, og lokaorðin, sem
ævinlega hafa minnt mig á síðasta erindið í útfararsálmi Hallgríms
Péturssonar, þó svo að þá væri komin önnur trú og annar siður.
Ef til vill hefur Snorri ekki verið neinn sérstakur trúmaður, en
hann var kristinn maður og hefur áreiðanlega verið vel að sér í
kristnum fræðum eins og öðrum menntum síns tíma. Og það er
eg sannfærð um, að erfiljóð, sem hann hefði viljað helgað syni
sínum, hefði hann aldrei bendlað svo sterklega við heiðið goð.
Helst held eg, að ekkert einstakt atriði, sem við vitum um úr ævi
Snorra, geti samrýmst þessu kvæði, utan það eitt, að hann missti,
eins og Egill, uppkominn son.
Ekki finn eg heldur að kvæðið minni lifandi vitund á þann
skáldskap, sem vitað er að Snorri orkti. Það er einhvernveginn
öðruvísi, ef til vill fyrst og fremst hagleiksverk. Hvað snertir hin
kvæðin tvö, Höfuðlausn og Arinbjarnarkviðu, þá finnst mér að
þar megi ljóslega merkja einkenni Egils, sérleik hans og skaphita.
Eg held að þau sömu einkenni komi glöggt fram í öllum þessum
þremur kvæðum, þó að þau séu hvert öðru ólík að efni og Sona-
torrek sé stórfenglegast þeirra allra.
Það hafði verið dr. Bjarni Einarsson sem kom fram með þessa
hugmynd, að Snorri hefði sjálfur orkt Sonatorrek og í minningu
Jóns murts. En dr. Bjarni hefur einmitt áður skrifað mikið um ís-
lensk fornskáld, og með talsvert frumlegum hætti. Einnig er sagt
að Baldur Hafstað hafi „fært rök að því“ að Snorri sé höfundur
Arinbjarnarkviðu (s. 477). - í grein Þóris Óskarssonar segir að
hér sé skammt stórra högga á milli, og ekki síst teljast til tíðinda
8 Sama rit, s. 255.