Skírnir - 01.09.1995, Page 115
SKÍRNIR
STJÓRNARSKRÁ OG MANNRÉTTINDI
385
þráðinn frá miðöldum, og þá sérstaklega frá íslenzka þjóðveldinu,
þótt hvorki verði það gert fyrirvara- né gagnrýnislaust. Þetta
merkir að miðað sé við að menn séu frjálsir og njóti fyllstu rétt-
inda. Nánar verði réttarstaða manna síðan ákvörðuð með yfirlýs-
ingum um skyldur sem allur þorri manna gengst undir og öðlast
þá jafnframt almennt gildi. Frelsið er þannig lagt til grundvallar
skipan þjóðfélagsins og hugmyndaoki einveldisins hafnað.
Stjórnarskrd í anda þegnskyldu
í stjórnarskrá sem sett væri saman í þeim anda sem lýst hefur ver-
ið hér að framan yrði gengið að frelsi manna og grundvallarrétt-
indum vísum og sjálfsögðum. I inngangsyfirlýsingu eða sérstakri
grein mætti minna á helztu meginreglur og þær stjórnspekihug-
myndir sem þjóðfélagið væri reist á. En í stað einstakra réttinda-
greina kæmi áherzla á skylduákvæði.
1. Almenn yfirlýsing um réttindi þjóðfélagsþegnanna.
Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. Það er því sam-
mxli íslendinga að allir þegnar þjóðfélagsins skuli njóta mann-
helgi, friðar, jafnréttis og frelsis til orðs og athafna og friðhelgi
eigna án alls manngreinarálits vegna kynferðis, trúar, skoðana,
þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags eða annarrar stöðu með
þeim takmörkunum einum sem sett eru í stjórnarskrá þessari og
landslögum.2b
Með slíkri yfirlýsingu er ríkisvald takmarkað í anda hug-
mynda um þjóðfélagssáttmála, nánar tiltekið sáttmála frjálsra
manna sem felur í sér viðurkenningu á framangreindum grund-
vallarréttindum. Er það í samræmi við þann grundvöll sem lagður
var við stofnun íslenzka þjóðveldisins og þá jafnframt forna
26 Með upphafsorðunum er tekið mið af 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Samein-
uðu þjóðanna og upphafsorðum Gamla sáttmála. - Hugmyndir að stjórnar-
skrárgreinum eru skáletraðar; þær eru fjarri því að vera fullmótaðar. Fyrir-
myndir að þeim er að finna í núgildandi mannréttindakafla stjórnarskrárinnar,
sbr. stjórnskipunarlög nr. 100/1995 og Skýrslu stjómarskrárnefndar um end-
urskoðun stjómarskrárinnar. Reykjavík, janúar 1983.