Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 242
512
ÁRNI IBSEN
SKÍRNIR
„Afmæli“ til „Ömmusögu“, rétt eins og í orðabók og eru sumar sögurn-
ar ekki mikið lengri en skýringar í slíkri bók.
Það truflar lesandann ef til vill að þankaþráður í undirvitund hans
leitar stöðugt að einhvers konar skilgreiningu, einhverri skúffu til að
smeygja þessum prósa ofan í, einhverju haldreipi sem bjargar honum frá
því að falla ofan í skilgreiningalaust djúpið. Lesandinn á að slíta þennan
þráð umsvifalaust. Hann er ónothæfur og til trafala. Umfjöllunarefnið er
óreiða, sú unaðslega óreiða tilfinninga og skynjana og bjargarleysis sem
við nefnum „ást“. Þó að höfundurinn hafi óhjákvæmilega raðað sögun-
um í ákveðna röð, þá er röðun eftir stafrófinu eins losaraleg og framast
er unnt. Enginn les orðabækur frá A til O. Notendur slíkra bóka dýfa
huganum ofan í orðskýringarnar hér og hvar, allt eftir því að hverju þeir
eru að leita. Á sama hátt er hægt að nota þetta örsagnasafn Kristínar
Ómarsdóttur.
Hvað einkennir þessar sögur? Hverju líkjast þessar frásagnir af furð-
um í draumheimi ástarinnar? Minna þær á súrrealisma úr því þær gerast í
„draumheimi", eða - svo við snörum klisjunni - einhvers konar yfir-
raunsæi? Sú skilgreining er reyndar orðin þreytt og innantóm, því henni
er beitt á hvaðeina sem er órætt og draumkennt, en ef litið er til sjötíu ára
gamals uppruna ismans sem í öndverðu var bókmenntahreyfing, og
gleymum öllu því glingri sem seinni tímar hafa hengt á hann, þá stendur
ein óskilgreinanleg tilfinning eftir, eitt meginatriði sem hinir frumlegu
iðkendur ismans töldu uppsprettu alls: Ást. Súrrealisminn sem meðvituð
listahreyfing í París á þriðja áratug aldarinnar leit á ástina sem alfa og
ómega Íífsins. Ást, að elska, unaður, hið óheftanlega, þetta eina sem var
vegsömunar virði vegna þess öðru fremur, að hún er það sem stofnanir
samfélagsins reyna sífellt að koma höndum yfir og festa í form en hafa
aldrei erindi sem erfiði. Af þessari afstöðu varð fyrirbærið „súrrealismi"
til og þar með sú staðhæfing, að raunsæislegar aðferðir dygðu ekki til að
fjalla um þá „órökvísu" ást sem er rót allrar tilvistar, hið tilfinninga-
þrungna fyrirbæri sem stöðugt er reynt að beisla og hefta með lögum og
reglugerðum, jafnvel með stofnunum á borð við hjónaband. Ástin verð-
ur aldrei klafabundin eða skipulögð með reglum, né verður henni beint í
farvegi sem handhafar valds í samfélaginu telja æskilega. Hún ryður sinn
eigin farveg og sjálf er hún farvegurinn. Að því leyti er hún líkt og
óbeislað barn sem rásar að vild, og skilur ekki boð eða bönn, Sögurnar
hennar Kristínar eru bernskar eða næfar, tónninn barnslegur, framvinda,
persónulýsingar, samlíkingar og ýmis atvik kveikja hugboð lesanda um
skynjun barns á umheiminum. Skynjun barns! Fátt er jafn einstrengings-
lega einfalt og blátt áfram. Fátt er eins tært. Og fátt er þó jafn óhöndlan-
legt og flókið.
Ef nauðsynlegt er að líkja þessum sögum við eitthvað þá minna þær
ögn á teikningar franska listamannsins Raymonds Peynet og óendanleg-
ar myndsyrpur hans um ást og leik undir nafninu Le petit poéte, sem