Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 20
290
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
sjálfum. í fjórðu útgáfunni frá árinu 1770 felldi Hálfdan þannig
burt fimm sálma sem hann taldi að hefðu ranglega verið eignaðir
skáldinu. I fimmtu útgáfunni frá árinu 1773 felldi hann enn burt
nokkra sálma en tók jafnframt upp fáein áður óprentuð kvæði
sem hann taldi víst að væru ort af Hallgrími.23
I formála að fimmtu útgáfu Hallgrímskvers lýsir Hálfdan erf-
iðleikunum sem hann hefur átt við að etja í útgáfustarfinu:
Saa veit giurst sem reyner, hversu baagt þad veiter ad faa retta Psalma,
Vers og Kvædi, er flækiast hier og þar med ymsra hondum, herum fyrir
100. Arum sijdan ut komin medal Folks, þegar ei fæst eigin-Handar-
Skrif þess er giordi; og hvada Vandhæfe aa er ad vita þan retta Hofund,
þegar Utskrifter og adrar Eftirrettingar eru miog tvijsaga, vid hvad oft-
sinis hefi var ordid: Mun og torveldt, þaa aunur Upplysing fæst ei, af
Hætti Skaaldskapar, Ordatiltæki og Crasi [samdrætti atkvæða], sem eitt
Skaald i einu eda audru Tilfelli hefr, eda er vant ad temia sier; ad þeckia
fyrir vijst aunur þess Verk, einkum þaa þau eru uur Lagi færd eda þegar
Skaalldid er sier ei alltijd lijkt, hvar til bædi þess Alldur, og ymisleg uut-
vortis og invortis Tilfelli gieta verid Ordsok. Þetta mætti S. Hallgrijm
hitt hafa og hans Verk: Sumt hefur han Ungur orkt, sumt Midalldra,
sumt Alldurhnijgin og Kross-mæddur; og þvi dreg eg ei þan Dul ad
mier, ad ætle mitt Medfæri ad þeckia han ad ollu i ollum sijnum Kved-
lingum, einkum i þeim en nu Oþricktu, sier lijkan, nie suma hans Kved-
linga (þo eitt hvad Afbragd hafi fraih yfir allmarga) fraa nockrum þeirra
er nærri honum hafa komist, og stælt eftir honum, sem merkilegasta
Þiood-Skaalldi. Nu og fyrrum hefi eg bruukad þan Athuga i Safni og
Samburdi Utskriftana, sem Aholld og Frij-Stundir hafa eftirlaatid.24
Hálfdan telur mikilvægt að réttur höfundur sé hafður fyrir hverju
ljóði og nefnir nokkrar ástæður þess að svo kunni ekki að vera í
þessari útgáfu. Athyglisvert er að hann bendir á höfundinn sjálfan
í þessu tilliti og tæpir reyndar á æviferli Hallgríms í afar knöppu
máli. Hann virðist líta svo á að höfundurinn sé öxull textans sem
23 Sjá Jón Helgason. Meistari Hálfdan. Æfi- og aldarfarslýsing frá 18. öld (E. P.
Briem, Reykjavík [ártal vantar], s. 97-103).
24 Hálfdan Einarsson, „Formali". Andlegir Psalmar og Kvœde, sem saa Gud-
hrœdde kienemann og Ypparlega Þiood-Skaalld Saal. sr. Hallgrijmur Peturs-
son Kvedid hefur [...] (Þrycktir aa Hoolum i Hialltadal Af Jooni Olafssyni
1773, blaðsíðutöl vantar).