Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 194
464
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
kristinnar guðfræði mega kallast kristnir platonistar og sumir
þeirra, svo sem Ágústínus, Gregoríos frá Nyssa og Bóethíus,
sækja beint í smiðju Plótínosar. Margir aðrir gera það óbeint, og
raunar eru þræðirnir sem tengja heiðna platonista síðfornaldar
við hugmyndaheim síðari alda ótrúlega margir og margslungnir.
Richard Wallis ýkir varla að neinu ráði þegar hann skrifar: „I
yfirliti yfir áhrif nýplatonismans felst hótun um að skrifa næstum
alla menningarsögu Evrópu og Miðausturlanda fram á endur-
reisnartíma, og í sumum greinum langtum lengra."3
Rit Plótínosar voru óþekkt á Vesturlöndum á miðöldum, eins
og flest önnur grísk heimspekirit, þótt margar hugmyndir hans
væru löngu rótfastar. Bót var ráðin á þessu í lok 15. aldar þegar
Marsilio Ficino þýddi Níundirnar á latínu og gaf út.4 Þýðing
þessi var endurútgefin mörgum sinnum á 16. og 17. öld. Ekki síst
fyrir tilstilli Ficino þessa varð platonismi tískustefna um hríð,
fyrst á Italíu og síðar í Frakklandi og á Englandi. Við túlkun sína
á ritum Platons höfðu Ficino og fylgismenn hans hugmyndir
Plótínosar og annarra heimspekinga síðfornaldar að leiðarljósi,
enda virtu þeir þessa lærisveina til jafns við meistarann sjálfan. Til
dæmis var eitt áhrifamesta verk Ficinos ný „samdrykkja“, þar
sem gestir halda ræður um Samdrykkju Platons.5 Ritgerð
Plótínosar um fegurðina, sem hér fylgir, er sjálf eins konar rit-
skýring eða útlegging á höfuðhluta Samdrykkjunnar, ræðu Dío-
tímu, og þegar Ficino tekur við að útleggja Platon, sér hann verk
hans í ljósi hugmynda Plótínosar um fegurð og ást. Þessi ritgerð
Plótínosar ásamt annarri ritgerð hans um sama efni, „Um hina
huglægu fegurð“ (V. 8.), hefur því sett varanlegt mark á hug-
myndir vestrænna manna um eðli fegurðarinnar og stað hennar í
tilverunni.
Platonismi að hætti Ficinos (eða Plótínosar) leið endanlega
undir lok sem meginstraumur í heimspeki á 17. öld,6 en skildi
3 R. T. Wallis, Neoplatonism (Lundúnum, 1972), s. 160.
4 Marsilus Ficinus, Plotini Opera. Latina interpretatio (Flórens, 1492).
5 Marsilio Ficino, In Convivium Platonis De Amore Commentarius.
6 Sjá E. Tigerstedt, The Decline and Fall of the Neoplatonic Interpretation of
Plato (Flelsinki, 1974).