Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 143
SKÍRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
413
sem einhverskonar óhappafyrirmunun hafi öðru hvoru komið
fram í hinni stórbrotnu ætt Vatnsdæla: Grettir, Óspakur Glúms-
son, Geir Þóroddsson, skáldið Jökull Bárðarson, bróðir Ásdísar á
Bjargi, sem herjaði í ríki Ólafs helga og galt fyrir með lífi sínu, en
féll með minnilegt ljóð á vörum. Þeir fengu ekki greiðlega samið
við aðra menn, þessir frændur og létust í ónáð samfélagsins.
Ekki er ólíklegt, að hægt sé með rannsóknum, að fá eitthvað
gleggri vitneskju um samningu hinna þriggja útlagasagna og um
sambandið þeirra á milli. En varlega hygg eg þó að ætti að draga
ályktanir, sem fara langt frá þeim heimildum sem eru þó fyrir
hendi, og aldrei skal mér verða það, að trúa því að Drangeyjar-
dvöl Grettis og Illuga sé tómur tilbúningur. Grettis saga gerist
aðallega á 11. öld, og má því segja að þar sé heldur skemmra „lot“
á milli atburða og ritunar en tíðast er í sögunum. Ættmenn þeirra
bræðra hafa að líkindum búið alllengi áfram á svipuðum slóðum.
Halldór prestur Oddsson, sem uppi var á fyrri hluta 13. aldar, (og
vísast að nokkru leyti á síðari hluta hinnar tólftu), vinur Sighvats
Sturlusonar og trúlega merkismaður, var kominn í beinan karl-
legg af Skeggja skammhöndungi, systursyni Grettis. Ákaflega
finnst mér nú liggja beint við að til dæmis þessi maður hljóti að
hafa vitað með sannindum talsvert um lífshlaup hins stórbrotna
og einstæða frænda síns.
IV
I Skírnishefti því, sem hér hefur verið vitnað til, eru ýmsar fleiri
bókmenntagreinar og ritdómar, sem vekja athygli, og nefni eg þar
einkum ritgerðina „Einn hring - annan hring“, eftir Þóri Óskars-
son. En hún er um nýjustu útgáfuna á Heimskringlu (frá 1991).
Þessa útgáfu hef eg ekki ennþá séð, en grein þessi er góð aflestrar,
og einhvernveginn var eg oftastnær sammála um val á því hvaða
gerð er tekin, ef orðamunur er í handritum. Aftur á móti þá
hugnast mér illa hinn nýi skilningur á Ynglingatali, sem kvað
koma fram í riti eftir erlendan fræðimann (Claus Krag). Lengi
hefur Ynglingatal verið eignað skáldi Haralds hárfagra, Þjóðólfi
úr Hvini. - Sjálfur Sigurður Nordal sagði um kvæðið að það væri