Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
TILURÐ HÖFUNDARINS
291
megi skýra allt með; það megi jafnvel skýra ósamkvæmni í til-
teknum texta með æviferli höfundarins, hans, enda sé skáldið
„sier ei alltijd lijkt“.
Hálfdani er einnig umhugað um að textinn sé gefinn út í upp-
haflegri mynd, eða því sem næst. Af því má ráða að sjálfstæði
skáldanna, sem Eggert Ólafsson impraði á fimm árum áður en
formáli Hálfdanar birtist á prenti, sé smátt og smátt að eflast. Það
er til dæmis farið að örla á hugmyndinni um höfundarrétt; Hálf-
dan telur að höfundurinn hafi eignarhald á texta sínum.25 I huga
hans er skáld ekki fyrst og fremst skrásetjari orða eða orðræðu
sem þegar hefur verið mótuð. Orð þess eru ekki bara endurtekn-
ing eldri orða. Skáldið er þvert á móti upphafsmaður orðræðu. Af
þeirri ástæðu er óeðlilegt að hnika til orðum þess því þannig mást
persónuleg einkenni af textanum, það sem skáldið er „vant ad
temia sier“. Og víst er að þankar skáldsins verða best tjáðir með
orðum þess sjálfs, eins og Hálfdan segir í formála að fimmtu út-
gáfu Hallgrímskvers.26
Árið 1772 gaf Hálfdan Einarsson út vinsæla sálmabók í
tveimur hlutum, svokallaða Höfuðgreinabók, og fylgir hann þar
sömu vinnuaðferðum og í kverunum, með nákvæmnina að leið-
arljósi. Að vísu hefur tíðkast allt fram á þennan dag að útgefend-
ur breyti kveðskap sálmabóka og hefur það í flestum tilvikum
verið látið óátalið. Af þessari venju spratt þó hörð ritdeila um
aldamótin 1800, svokölluð Leirgerðardeila, þar sem skáld and-
mæltu kröftuglega breytingum á textum sínum. I þessari merku
25 Þess má geta að samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er Benedikt
Gröndal yngri fyrstur til að nota orðið höfundarréttur í grein sinni, „Frið-
þjófssaga eftir Esaias Tegnér, íslenzkuð af Matthíasi Jochumssyni". Greinin
var prentuð í fyrsta sinn í þriðja bindi ritsafns Benedikts (1950) en er einnig
varðveitt í eiginhandarriti hans í handritasafni Jóns Sigurðssonar (JS 400, 4to).
Ekki er getið í handritinu hvenær greinin var skrifuð en líklegt má telja að hún
hafi verið skrifuð á árabilinu frá 1866, er þýðing Matthíasar kom út, til 1870. í
Dægradvöl segist Benedikt hafa unnið nokkuð fyrir Jón Sigurðsson á þessum
árum þrátt fyrir að andað hafi köldu á milli þeirra vegna trúlofunar Benedikts
og Ingigerðar Zoéga. Eftir 1870 segist hann hins vegar ekkert hafa unnið fyrir
Jón (Rit. Þriðja bindi, Gils Guðmundsson sá um útgáfuna, Skuggsjá, Hafnar-
firði 1983, s. 265-69).
26 „Formáli", blaðsíðutöl vantar.