Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 126
396
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Handhöfum ríkisvalds heimilað að takmarka réttindi manna - að ...
megi takmarka ..., standi ekki í vegi ..., setja skorður ..., kveða á um
skyldu....
Nokkur ákvæði heimila handhöfum ríkisvalds innan tiltekinna marka að
skerða réttindi manna. Þannig er mælt að þrátt fyrir rétt manna til að
njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu megi með sérstakri laga-
heimild takmarka á annan hátt þá friðhelgi ef það sé nauðsynlegt vegna
réttinda annarra, 71. gr., 1. mgr.; að með lögum megi takmarka rétt ann-
arra en íslenzkra ríkisborgara til að eignast fasteignaréttindi eða hlut í at-
vinnufyrirtæki hér á landi, 72. gr., 2. mgr.; að tjáningarfrelsi megi aðeins
setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til
verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs ann-
arra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum, 73.
gr., 2. mgr.; að banna megi þó um sinn starfsemi félags sem talið er hafa
ólöglegan tilgang, en höfða verði þá mál án ástæðulausrar tafar gegn
félaginu til að fá því slitið með dómi, 74. gr., 1. mgr.; að með lögum megi
skylda menn til aðildar að félagi ef það sé nauðsynlegt til að félag geti
sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra,
74. gr., 2. mgr.; að lögreglu sé heimilt að vera við almennar samkomur og
banna megi mannfundi undir berum himni ef uggvænt þyki að af þeim
leiði óspektir, 74. gr., 3. mgr.; að frelsi manna til að stunda þá vinnu sem
þeir kjósa megi setja skorður með lögum, enda krefjist almannahags-
munirþess, 75. gr., 1. mgr.
Sameiginlegt öllum þessum ákvæðum er að skírskotað er með einum
eða öðrum hætti til réttinda þjóðfélagsþegnanna.
Viðauki II
Hér verða rakin ákvæði í stjórnarskrá íslands og helztu alþjóðasáttmál-
um sem annars vegar vernda stéttarfélög og samningsrétt þeirra, þ. á m.
verkfallsrétt, og hins vegar rétt manna til að standa utan félaga, rétt
manna til vinnu, rétt til menntunar og rétt til heilbrigðisþjónustu. I skjóli
framangreindrar lögverndar brjóta stéttarfélögin rétt manna til vinnu,
rétt manna til að standa utan félags, rétt til menntunar og rétt til heil-
brigðisþjónustu. Réttindagreinar vernda öll þessi gildi, en í reynd leiðir
aðstöðumunur til þess að sérhagsmunir eru verndaðir á kostnað al-
mannahagsmuna og tímabundnir hagsmunir, svo sem réttur til að taka
þátt í lífsgæðakapphlaupi, ganga framar grundvallarréttindum sem bund-
in eru við frelsi, vinnu, menntun og heilbrigði.
Réttur til að stofna stéttarfélög og semja um starfskjör og önnur rétt-
indi tengd vinnu er tryggður í 74. gr., 1. mgr. og 75. gr., 2. mgr. stjórnar-
skrárinnar. í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er mönnum
mæltur réttur til að stofna stéttarfélög og semja sameiginlega, 23. gr., 4.