Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 106
376
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
réttinda og þeir sem halda eiga uppi lögum fá lítið að gert.9 Ef lit-
ið er á alþjóðlega sáttmála kemur í ljós að drjúgum hluta þeirra er
varið undir ákvæði sem tryggja réttindi afbrotamanna, en þar er
ekki stafur um réttindi brotaþola utan almennar yfirlýsingar um
rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.10 Ef ekki verður gagnger við-
horfsbreyting er hætt við að rétti afbrotamanna til umsvifa verði
skipað skör hærra en rétti annarra þjóðfélagsþegna.
Þegar fjallað er um mannréttindi ber að gefa hagsmunasam-
tökum gaum og þá sérstaklega stéttarfélögum. Þau njóta verndar
umfram annan félagsskap í mannréttindasáttmálum og stjórnar-
skrárgreinum þótt nú um stundir höggvi fá eða engin samtök nær
mannréttindum, a.m.k. hér á landi.* 11 Réttur manna til að stofna
9 Þess verður nú meira vart en áður að þolendur afbrota láti til sín heyra. Hér
má minná á baráttu kvennahreyfinga gegn sifjaspellum, nauðgunum og heim-
ilisofbeldi. En þá eru öfgar á hinn veginn skammt undan, þannig að farið er að
minna á galdrafár. Sjá um þetta efni: Þór Vilhjálmsson: „Undirskriftir gegn
mannréttindum." Tímarit lögfrœðinga 33 (1983), bls. 205-6. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir: „Hver eru mannréttindi kvenna?“ Tímarit lögfrceðinga 35 (1985),
bls. 65-67. Þór Vilhjálmsson: „Enn um mannréttindi og undirskriftasöfnun."
Tímarit lögfrxðinga 35 (1985), bls. 68-69.
10 Sjá t.d. Mannréttindasáttmála Evrópu 5., 6. og 7. gr. Þannig segir í 5. gr.: „Allir
menn eiga rétt til frelsis og mannhelgi". Síðan tekur við hver málsgreinin á
fætur annarri til verndar þeim sem grunaðir eru um afbrot. Svo er að sjá sem
þolendur brota séu ekki til, nema ef vera kynni 2. mgr. 2. gr. þar sem ekki telst
fara í bága við rétt manna til lífs þótt mannsbani hljótist af valdbeitingu í þágu
réttarvörzlu. Sjá einnig Alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt-
indi 9., 10., 14. og 15. gr. Þessir sáttmálar eru birtir í ritinu Alþjóðlegir
mannréttindasáttmálar. Málflutningsskrifstofa Ragnars Aðalsteinssonar hrl.
o. fl. Reykjavík 1992. Sjá einnig Samninga Islands við erlend ríki I-II. Helgi P.
Briem bjó undir prentun. Utanríkisráðuneyti íslands. Reykjavík 1963. í báð-
um þessum ritum er vísað til frumbirtingar í stjórnartíðindum.
11 í frumvarpi til stjórnskipunarlaga um breytingu á mannréttindakafla stjórnar-
skrárinnar var milli 1. og 2. umræðu skotið inn í 74. gr., sem verndar félaga-
frelsi, sérstöku ákvæði þess efnis að stjórnmálafélög og stéttarfélög nytu þess-
arar verndar. Frá stéttarfélögunum höfðu birzt ákveðnar athugasemdir við 2.
mgr. þar sem verndaður var réttur manna til að standa utan félaga og var með
þessu komið til móts við þau þrátt fyrir framgöngu þeirra í mannréttindamál-
um sem nánar verður vikið að í þessari ritsmíð. Stjórnmálafélög fá einnig sér-
staka vernd og þá jafnframt stjórnmálaflokkar. Hafa þó stjórnmálaflokkar
ekki alltaf verið nein sérstök vígi mannréttinda; jafnvel hafa verið til flokkar
sem barizt hafa gegn þeim. Alkunna er hvernig íslenzkir stjórnmálaflokkar
hafa, sumir hverjir a.m.k., staðið í vegi fyrir jöfnun atkvæðisréttar og þar með