Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 244
514
ÁRNI IBSEN
SKÍRNIR
bókarlok? „Ömmusaga" er aftast í bókinni og hún felur að vísu í sér ást-
arjátningu, en það er játning á ást sem var, líkt og lestur bókarinnar,
fundur höfundar og lesanda, hafi verið ástarævintýri. Það skiptir reyndar
litlu máli þegar allt kemur til alls, vegna þess að samkvæmt lokasögunni
þá er „hægt að elska hvað sem er“. Sögunni lýkur síðan á uppsveiflu,
nýrri byrjun einhvers sem hugsanlega er nýtt ástarævintýri.
I raun fæ ég meira út úr því að lesa bókina óskipulega, stinga mér
niður hér og hvar fremur en að lesa sögurnar í sinni stafrófsröð; hnjóta
ef til vill um tæra viskudropa, snjalla dæmisögu eins og „Konuþrá",
ævintýri á borð við „Pabbi og mamma“, óvænta samlíkingu svo sem
„mér þykir ekki nógu mikið vatn runnið til sjávar í þinni persónugerð“
(bls. 162), fallegt prósaljóð eins og „Þrír hestar", eða ofurlitlar furðusög-
ur úr heimi ástarinnar á borð við „Kynstórt fólk og kynlitlir makar
þeirra“ eða „Góðverk“, sem er áleitin saga um hégóma og ein best
heppnaða saga bókarinnar.
Einnig verður „eiginkona guðs“ áleitið umhugsunarefni, en henni
bregður fyrir í nokkrum sagnanna, m. a. „Eiginkonu guðs“, „Hvíldar-
degi“ og „Vegakorti". Hver er hún, þessi kona? Aldrei var þess getið að
sá guð sem mér var sagt frá í æsku væri kvæntur. Af sögunum um hann
varð ekki annað ráðið en að hann hefði aðeins einu sinni verið við kven-
mann kenndur. Hann var meir að segja svo klókur að sjá til þess að
barnsmóðir hans væri vel gift fyrir svo hann þyrfti ekki að ala önn fyrir
króanum. Guð og konan hans í sögum Kristínar standa í ofurlitlum erj-
um líkt og mannanna börn. Það er ástarkrytur og helsta þrætuefnið er
spegill. Tunglið er spegill eiginkonunnar sem hún hefur týnt og það er
hlutskipti hennar að leita að sjálfri sér og speglinum. Hún finnur hann
einu sinni í mánuði og speglar sig þá í heilan dag, en týnir honum svo
aftur. Og guð gefur henni annan spegil en verður afbrýðisamur út í hann
og brýtur. Spegilbrotin dreifast um allt himinhvolfið og breytast í stjörn-
ur. Guð iðrast síðan gerðarinnar, flýgur um himingeiminn og reynir að
raða stærstu brotunum saman. Hann býr til myndir af dýrum úr þeim til
að reyna að gleðja konuna sína. Þannig býr hann óvart til vegakort
handa mönnunum svo að þeir „geti ratað úr gægjum sínum og heim“
(bls. 145). Stjörnurnar eru fallegar vegna þess að þær eru brotin af spegil-
mynd eiginkonu guðs. Guð langar heil býsn að raða brotunum saman en
eiginkonan glepur hann ævinlega til að slá því á frest.
Þarna finnst mér Kristínu takast að smíða mýtu sem bregður upp
skýrri spegilmynd af „hefðbundnum samskiptum" karls og konu. Karls-
ins sem stjórnar, konunnar sem ergir hann af því hún speglar sig í öðru
en ást á honum, karlsins sem klúðrar og konunnar sem glepur. Það má
líka skoða guð þessara sagna sem guð egósins, sjálfsins, þess sem þarf að
laga sig að sjálfi makans og lynda við það.