Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 229
SKÍRNIR
SJÓARINN SEM ER EKKI TIL
499
Eftir að Logi hafði velt sér um stund án þess að geta sofnað kveikti
hann ljósið í kojunni og dró fram ljóðabókina Svartar fjaðrir. Þegar
hann kom að uppáhaldsljóðinu sínu, sem hét Til Logalanda, sá hann
að þar hafði verið skrifað með rauðu út á spássíuna: You are always
on my mind. Utan um titilinn á ljóðinu var dregið hjarta [...]. (118-
19)
Því næst er tilfært erindi úr ljóðinu. Davíð Stefánsson verður hér fulltrúi
huglægra gilda, því boðskapur sögunnar er að nú á dögum sé vissara að
afla sér menntunar. Strax á fyrstu síðu Pelastikks kemur fram að Logi
„hafði aldrei getað skilið að það væri nauðsynlegt takmark hverjum
manni að læra að lesa og skrifa" (7). Svo merkilega vill til að öndverða
innrætingu fær Logi frá kvenfólkinu í Hjartasalti, kærustunni og móður
hennar. Eflaust er þetta atriði liður í að sýna hvernig tímarnir breytast,
en það fellur flatt hér sökum litlausrar framsetningar. Þó er ein skemmti-
leg undantekning. Undir lok Hjartasalts reynir Logi að skjóta sel í fjöru-
borðinu. Hann hittir ekki nógu vel og veður eftir selnum, sem dregur
hann á bólakaf áður en yfir lýkur. Glíma sem þessi vekur vitanlega upp
söguna af Sæmundi á selnum, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu um mennt-
un sem farið hefur fram í bókunum:
- Landselur? sagði hann, og varð alvarlegur í bragði. Nei, Logi minn,
þetta er sko ekki landselur. Þetta er sjálfur skrattinn. Þú hefur slegið
Sæmundi fróða við. Hann lét sér þó nægja að sitja á selnum og láta
hann synda með sig til Islands. Síðan sleppti hann honum lausum. En
þú náðir að skjóta djöfsa! (153)
Ekki er ljóst hvernig lesa beri þessa tilvísun, því veiðimannseðli Loga
virðist þar vera aðalatriðið, ,,[s]igurvíman hríslaðist um veiðimanninn"
(149). Til annars konar vitsmuna er ekki höfðað beint, þó að Logi vaxi
upp úr fermingarúrinu við verknaðinn og gæli við menntaskólanám
skömmu síðar. Sæmundur fróði nýtti sér selinn til að ná Oddanum og
má vera að selsdráp Loga vísi á svipaðan farveg, þótt stráksa sé í svip
meira í mun að ná í dömuna.
í upphafi Hafborgar er einnig rætt um menntun: „Þú átt ekki að
verða sjómaður“, segir móðir sögumanns. „Þú átt að halda áfram að
læra“ (7). Sambærileg tvískipting milli sjós og lands er að verki í fleiri
sögum en þeim sem hér eru til umsagnar. I fyrstu skáldsögu Einars
Kárasonar, Þetta eru asnar Guöjón (1981), verður sjómennskan flótti frá
heimi menntamannsins: „Frjálsir. Það er rétt. Nú geri ég úrslitatilraun,
næ þessu frelsi sem ég hef verið að fálma eftir í meira en tvö ár. Alveg frá
því ég útskrifaðist" (9). Sú tilraun endar þó með frelsissviptingu. I bók-
inni er tvískiptingin milli sjós og lands, klofning sjálfsins, undirstrikuð