Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 251
SKÍRNIR
BÓKMENNTASKRÁ SKÍRNIS
521
- ritdómar, leikdómar, kvikmyndarýni og umsagnir um hljómplötur
og annað hljóðritað efni, ef að verkunum standa íslenskir rithöf-
undar eða skáld, sem höfundar eða þýðendur.
Eins og Ijóst má vera af þessari upptalningu, er efni skrárinnar í meginat-
riðum bundið fagurbókmenntum, án þess þó að vera einskorðað við þær
í þröngum skilningi.
Skráin skiptist þannig í kafla:
1. Bókfræði
2. Bókaútgáfa
3. Blöð og tímarit (þ.e. greinar og umsagnir um það efni)
4. Blandað efni
5. Einstakir höfundar
Kaflaskipting hefur verið hin sama frá upphafi, nema sérstakur kafli
með almennri umfjöllun um barnabókmenntir, sem hafður var fyrsta
árið, var strax á því næsta felldur inn í aðra kafla ritsins.
Formáli var ritaður fyrir fyrsta heftinu, en síðan ekki, enda hefur
skráin haldið óbreyttu sniði í öllum meginatriðum.
Fimmti kafli myndar meginefni skrárinnar. Þar er umfjöllun um
hvern einstakan höfund haldið sér, og er um efnisskipan fylgt stafrófsröð
höfunda. Svipuð tilhögun er höfð í þriðja kafla, þeim hluta hans þar sem
tilfærð eru skrif um einstök blöð og tímarit. Þar eru þau rit, sem um er
fjallað, sett upp í stafrófsröð.
f öðrum köflum er færslum skipað í samfellda stafrófsröð. Þeir eru
allir tiltölulega stuttir nema 4. kafli: Blandað efni. Fíann er í síðustu skrá
(26. árgangi) 17 blaðsíður, en færslur 285. Sumar þeirra eru samsettar úr
mörgum liðum, þannig að nærri lætur að færslur í fjórða kafla séu í raun
um 500 samtals.
Efnisöflun
Efni í bókmenntaskrána var sótt bæði til innlendra og erlendra rita, en
vitaskuld eru innlendu ritin yfirgnæfandi. Farið var yfir allt íslenskt
prentmál, tímarit, blöð, bækur og bæklinga, þar sem einhver von var
bókmenntalegs efnis, þar á meðal dómasöfn og þingtíðindi. Reynt var að
láta ekkert fram hjá sér fara, en til þess að nálgast það mark var nauðsyn-
legt að fylgjast vel með því, sem barst í skylduskilum til bókasafna.
Við söfnun efnis úr erlendum ritum var farið yfir erlendar skrár um
efni tímarita og blaða, einkum frá Norðurlöndum. Flin síðari ári hafa
slíkar skrár þokast inn í tölvuvædd gagnasöfn, og mátti nýta sér það.
Einnig voru skoðuð sérstaklega viss erlend tímarit, sem gjarnan birta
greinar eða ritdóma um íslenskar bækur. Erlendum forlögum, sem gefið
hafa út bækur íslenskra höfunda í þýðingum, var skrifað, einnig sjón-