Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 245
SKÍRNIR
ÖR SAGA ÁSTAR OG LEIKS
515
IV
Það er ekki margt sem minnir á ljóð í prósabók Þorvaldar Þorsteinsson-
ar, Engill meðal áhorfenda, en safnið hefst þó á ljóði og á ljóði lýkur því.
Prósarnir eru mjög stuttir, en þó er þar rúm fyrir afar margslunginn leik
með vísanir og spennuhlaðnar mótsagnir. Frásagnirnar eru heldur ekki
tiltakanlega örar, þær hafa í raun heimspekilegt eða stóískt yfirbragð.
Þarna er hins vegar fleira sem minnir á drama en prósa og helgast að lík-
indum af því að „sögurnar" greina gjarnan frá ímynduðum leiksýning-
um. Sumar frásagnirnar gerast hreinlega í leikhúsi og lýsa ýmist leiksýn-
ingum sem eru „óhugsandi“ og fengju ekki staðist í raunverulegu leik-
húsi, ellegar fantasíum sem leikhúsið kveikir í huga ímyndaðs áhorfanda.
Enn aðrar „sögur“ Þorvaldar lýsa undarlegri dramatískri framvindu, oft
mjög myndrænni og byggja jafnvel á sjónarhornum líkt og þær væru
lýsing á kvikmynd sem aðeins er til í huga höfundar. Enn er þarna að
finna sögur sem eru skráðar sem samtöl eins og leikrit og hafa jafnvel
sviðs- og athafnalýsingar, eða svo nefndar leiklýsingar. Þarna eru því frá-
sagnir af annarri bókmenntategund en þeirri sem notuð er til að miðla
lesanda bókarinnar.
Sögumaðurinn hugsar sig inn í ótiltekið leikhús og er því staddur þar
á forsendum eigin ímyndunarafls. Leiksýningarnar sem hann fær að
njóta í þessu hugarleikhúsi lúta vitaskuld hugarflugi hans sjálfs, og þar
sem hugurinn er óbundinn af stífni sjálfs leiksýningarformsins getur allt
gerst. Aðrir listamenn koma þar ekki nærri, enginn annar höfundur, eng-
inn leikstjóri eða leikarar, leikmyndahöfundur eða ljósahönnuður. Höf-
undur sögunnar er hinn alráði leikhússtjóri. Sagan af leiksýningunni er
ætluð lesanda sem hvort eð er kemst aldrei í þetta leikhús nema gegnum
örlátan huga höfundarins, því þar eru engir áhorfendur nema þeir séu
líka sögupersónur. Þetta er ein af mörgum hlöðnum mótsögnum þessar-
ar bókar.
Leikhúsið sem hugmynd og veruleiki er skoðað í krók og kring. Það
er tekið alvarlega, dulúð þess er dregin fram, galdur þess viðurkenndur,
en það er líka gert grín að því, hégóma þess og hjákátleika sem það á
ærið af, rétt eins og lífið sjálft sem það dregur dám af. Höfundurinn beit-
ir víða skopstælingu og gefur lesanda með því tækifæri til að skyggnast
um í fjölbreytilegum stílbrögðum leikbókmenntanna. Þannig kynnist
lesandinn m. a. unaðslega kauðskum, gamaldags stofu-leikritum á borð
við sögurnar „Prestur ræðir við fanga fyrir aftöku“, „Karl og kona tala
saman um grillveislu“ og „Fjölskyldukvöld“, hátíðlega þýddum klassísk-
um verkum eins og í sögunum „Oidípúsl“ og „Tollur", og óleikritum
(anti-drama) í anda Sköllóttu söngkonunnar (La cantatrice chauve) eftir
Eugene Ionesco, sem var samið að fyrirmynd kennslubóka í tungumál-
um. Þannig eru t. d. „Á kaffihúsi“ og „Farþegi og flugfreyja ræða