Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 108
378
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
í stuttu máli: í skjóli réttindagreinanna ganga skýrt afmarkað-
ir tímabundnir sérhagsmunir fyrir almannahagsmunum, hags-
munir hins sterka framar hagsmunum hins veika, hinn háværi og
aðgangsharði fær áheyrn meðan ekki er hlustað á hinn hógværa
sem lítið á undir sér.15
Einn þáttur þessarar réttindabaráttu er að sífellt fleiri atvinnu-
stéttir binda störf sín svo mjög við einkahagsmuni sína að helzt er
að sjá sem stéttirnar vinni einvörðungu í eigin þágu, en ekki í
þágu hinna sem verka eiga að njóta.16 Þolendur verkfalla eru þá
þeir sem háðir eru framkvæmd starfa, þar á meðal aðrir launþeg-
ar, og nú á síðari árum sjúklingar, gamalmenni og skólanemend-
ur. „Atvinnurekandinn" er fjarverandi.17
tímarit laganema í samvinnu við Röst, samtök um eflingu landbúnaðar og
byggða í landinu. Reykjavík 1992. Sama má víst segja um kvótakerfið í sjávar-
útvegi. Athygli vekur að í deilum um þetta efni skírskota allir hagsmunahópar
til mannréttinda - eignar- og atvinnuréttinda sinna - en einungis hinir öflug-
ustu ná að tryggja sér þau. „Þjóðin“ sem er „eigandi" landsins og miðanna
segir fátt þótt eignarréttur hennar á nytjastofnum miðanna sé sérstaklega lög-
bundinn, sbr. 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. Ástæðan er þó ein-
föld: Ákvæðið er merkingarlaust ef orðið „eign“ er skilið hefðbundnum skiln-
ingi. íslandsmið lúta einungis fullveldisrétti íslenzka ríkisins sem merkir að
handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geta í skjóli valdheimilda sinna
sett reglur um meðferð og nýtingu þeirra, sbr. Hœstaréttardóma 1981, bls.
182, einkum 193-94 og bls. 1584, einkum 1591-92. Þegar slíkar reglur eru sett-
ar ber að gæta þeirra mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar sem vernda
eignar- og atvinnuréttindi allra sem hlut eiga að máli. Hætt er við að réttinda
þeirra sem minna mega sín hafi ekki verið gætt sem skyldi við þá lagasetningu.
15 Lögmálið um ójafna dreifingu hagsmunanna virðist eiga vel við þegar leggja á
mat á það hvernig mannréttindi eru tryggð. Fámennir hópar sem hafa mikla
og skýra hagsmuni tryggja mannréttindi sín á kostnað réttinda annarra. Rétt-
indagreinarnar ýta sterklega undir þá þróun. Hannes H. Gissurarson gerir
almenna grein fyrir þessu lögmáli í riti sínu Stjómarskrármálid. Stofnun Jóns
Þorlákssonar. Reykjavík 1987, bls. 34 o. áfr.
16 Samkvæmt þessu virðist viðhorfið vera að vöruframleiðsla sé í þágu þeirra
sem þar starfa en ekki í þágu neytenda, flugsamgöngur í þágu flugliða en ekki
farþega, kennsla í þágu kennara en ekki nemenda og heilbrigðisþjónusta í
þágu heilbrigðisstétta en ekki sjúklinga. f samræmi við þetta gengur réttur
starfsliðsins framar rétti neytendanna og þjónustuþeganna.
17 Opinberir starfsmenn fengu verkfallsrétt 1976 og var sá réttur í höndum
heildarsamtakanna, BSRB. Þau gerðu verkfall 1977 og 1984 sem bitnaði bæði
á skólum og sjúkrahúsum. Verkfallsrétt fengu einstök félög opinberra starfs-
manna 1985. Kennarar hafa gert verkföll 1987, 1989 og 1995. Heilbrigðisstétt-
ir hafa gert verkföll 1977,1982, 1984, 1987, 1989, 1994 og 1995. Hér eru taldar