Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 241
SKÍRNIR
ÖR SAGA ÁSTAR OG LEIKS
511
Samuel Beckett (Sögur, leikrit, Ijóð, 1987). í fyrsta hefti bókmenntatíma-
ritsins Ský (1, júlí 1990) birtust og „Fjórir prósar“ eftir argentínska rit-
höfundinn Julio Cortázar, fjórar örstuttar sögur. Hér höfðu ennfremur
komið út tvær bækur eftir helsta völund hins knappa skáldskapar um
skáldskap, Jorge Luis Borges, þ.e. Suðrið (1975) og Blekspegillinn (1990).
Og nú síðast hefur Robert Walser bæst í þann hóp (Bjartur ogfrú Emilía
19, 1995) en hann var farinn að semja örstutt prósaverk laust eftir sein-
ustu aldamót.
Söfn stuttra prósa eftir íslenska höfunda tóku ört að berast á bóka-
markað hér upp úr 1990 og á næstu þremur árum komu út að minnsta
kosti fimm slík söfn. Einu sinni sögur eftir Kristínu Ómarsdóttur og
Heykvísl og gúmmískór eftir Gyrði Elíasson komu út 1991, Engill meðal
áhorfenda eftir Þorvald Þorsteinsson 1992 og loks Galdrabók Ellu Stínu
eftir Elísabeti Jökulsdóttur 1993. Það ár komu líka ný Brotabrot eftir
Steinar Sigurjónsson. Á þessum árum hefur Kjartan Árnason einnig sent
smáprent sín með örleikritum frá sér. Hann er enn að senda frá sér ör-
leikrit, en 1994 er þó sem örverkaaldan hafi þegar brotnað, því engum
sögum fer af útgáfu örsagna það ár hvað sem yfirstandandi ár kann að
bera í skauti sér.
Hugum ögn betur að tveimur þessara bóka, Einu sinni sögum
Kristínar Ómarsdóttur og Engli meðal áhorfenda eftir Þorvald Þor-
steinsson. Við fyrstu sýn má ætla að þær eigi ekki margt sameiginlegt
annað en það að vera söfn smáverka, en það er fleira sem tengir þessar
bækur.
III
Sumar bækur lýsa frati á allan bókmenntalegan dilkadrátt. Einu sinni
sögur Kristínar Ómarsdóttur er þannig bók. Þar er sögubók sem leikur
að fyrirbærinu saga og segir jafnvel sögur af sögum, eins og í „Ævisögu"
(bls. 171). Höfundur er líkt og að þreifa á forminu eins og til að kanna
hvort því sé ennþá treystandi. „Þetta er leikur að sögum,“ segir Kristín í
viðtali og heldur áfram: „Ég reyndi að skrifa ástarsögu, mömmusögu,
sorgarsögu og gleðisögu, klámsögu, unglingasögu, barnasögu, ævintýra-
sögu, morðsögu, kvöldsögu, dæmisögu [...]“ (Mbl. 21. des. 1991). Hún
lætur ekki eins og hún hafi ætlað að segja sögur af fólki, atburðum eða
örlögum, heldur sögur sem hafa ákveðna eiginleika. Það er í samræmi
við titil bókarinnar.
Sögurnar fjalla um ástina og margvíslegar birtingarmyndir hennar.
Hver frásögn er flæði ólíkinda og tilfinninga, hins mjúka, hins „kven-
lega“, sem er öflugt og óhöndlanlegt eins og viðfangsefnið. Flæði sem
gerir okkur kleift að nota „veikustu sögnina", sem svo var nefnd af Ein-
ari Braga - sögnina „að elska“. Bókin er eins konar stafróf ástarinnar.
Sögunum er þannig raðað eftir stafrófsröð titlanna frá A til Ö, frá