Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 131
SKÍRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
401
vísan „Ölkarma lætr arma“, hið ógleymanlega hróp örvinglaðs
manns, hefur haft sterkari áhrif á mig en vel flest annað, sem eg
þekki í norrænum kveðskap. En aldrei hafði mér til hugar komið
að eitthvað sameiginlegt væri með þessu tvennu, sögu Sturlu og
því sem segir um Hallbjörn og Hallgerði. En þarna kemur til
sögnin um guðinn Frey. Auðvitað vissi eg vel að uppnefnið Dala-
Freyr hlaut að vera gefið í skimpi, en þó fannst mér í aðra rönd-
ina, sem þeir væru nokkurn veginn fullsæmdir hvor af öðrum,
hinn ungi og fríði höfðingi Dalamanna og gróðrarguð Ásatrúar-
innar. Þar komst þó upp, það sem eg hafði raunar lengi vitað, að
eg myndi aðeins skilja hlutina „jarðligri skilningu“ eins og Snorri
kemst að orði. Eg trúði einfaldlega því sem sagan gefur í skyn, að
Hallgerður hafi unnað Snæbirni galta, frænda sínum, og þess
vegna verið svo óbifanlega fráhverf eiginmanni sínum. Aldrei
hefði hvarflað að mér að nein Freysdýrkun hefði verið þar við-
riðin, enda alls ekkert minnst á slíkt, svo eg fengi merkt. Að vísu
er langt síðan að eg tók eftir því að nafn Hallgerðar vantaði þar
sem börn Tungu-Odds eru talin upp í Hœnsa-Þóns sögu og
fannst mér það einkennilegt. En vegna þess að lítið eitt er vitnað
til systur hennar, Þuríðar í Hörgsholti, langar mig til að minna á,
að þeirrar konu mætti minnast með virðingu, engu síður en Hall-
dóru Gunnsteinsdóttur, sem að verðleikum hefur verið talin
ímynd göfugrar konu. Engum sögum fer af goðadýrkun Þuríðar
Tungu-Oddsdóttur, þar um verður bara að geta sér til, en frá því
er greinilega sagt að hún græddi að heilu tvo illa særða andstæð-
inga og sætti þá síðan og afstýrði með því frekari vandræðum og
ógæfu.
Mér skilst, að dr. Guðrún telji að í uppnefni Sturlu hafi falist
aðdróttun um ragmennsku, en það var mér fyrirmunað að skilja.
Þó segir að Snorri Þorvaldsson hafi, er hann varðist sinni hinstu
vörn, mælt til Sturlu: „Ok ætla ek, at Dala-Freyr sanni nú nafn
sitt ok standi eigi nær.“'
Þarna er frýjunin óneitanlega tengd uppnefninu, þó að eg
hugsaði ekki út í það. Aftur á móti get eg ennþá ekki séð að
1 Sturlunga saga I. Ritstjórar Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Krist-
ján Eldjárn. Reykjavík 1946, s. 353.