Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 149
SKlRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
419
menn hefðu, hver fyrir sig skrifað þær án þess að hafa nokkurn
sögulegan bakgrunn, hvernig í ósköpunum hefði þá útkoman get-
að orðið sú sem hún er? - Þó að eg hafi heyrt margt sagt og rök-
rætt um þessar sögur, minnist eg þess tæpast að þetta atriði hafi
verið sérstaklega rætt. Það hefði þó verið býsna fróðlegt að heyra
nokkra sagnfræðinga halda málþing um þetta út af fyrir sig -
samræmi efnis og söguþráða Islendingasagna.
Alltaf finnst mér sennilegt að byrjað hafi verið að efna upp á
sögurnar nokkru fyrr en almennt er álitið. Til dæmis má benda á
það, að sé gengið út frá því, að frumdrög Landnámu hafi verið
tekin saman skömmu eftir aldamótin 1100, væri býsna líklegt að í
kjölfar þeirrar ritunar, hefði líka verið farið að leggja einhver
drög að hinum svokölluðu Islendingasögum. Er það ekki mun
trúlegra, en að ritun í þessum stíl, hafi hún byrjað með
Landnámu, hefði lagst niður í heila öld eða lengur, þar til farið
var að semja „sögurnar" á 13. öld. Það er vitað að nokkrar þeirra
voru til í eldri gerðum og munu þær sumar að einhverju leyti vera
enn við lýði. Ekki finnst mér óhugsandi, að þessar frumgerðir
hefðu verið bæði fleiri og margbreyttari en hægt er að gera sér
grein fyrir nú á tímum. Það hefur svo margt verðmætt kaffærst í
hafróti aldanna.
Já, hvað er sannleikur? Þannig hafa mennirnir spurt öld eftir
öld, og þó mun svarið ekki vera miklu nær en það var fyrir tvö-
þúsund árum. Samt er nú búið að ráða ótal gátur, sem taldar
höfðu verið óleysanlegar, og líklega fáir, lengi vel, leitt hugann að
því að nokkru sinni yrði reynt að finna lausn á. Þetta er á þeim
sviðum, sem tæknin nær til, og þar er sífellt haldið lengra og
lengra. En þrátt fyrir gerbreytt umhverfi virðist maðurinn sjálfur
lítið hafa breyst. Hann situr eftir með sín lítt yfirstíganlegu sam-
félagsvandamál, og margvíslegar innri flækjur. - Og allt er á
hverfanda hveli.
Á hinum ýmsu tímum hafa gengið yfir róttæk trúarskipti, og
stórstyrjaldir og í kjölfar þeirra allskonar stefnur og straumar,
sem sett hafa sitt mark á mannlífið og jafnvel drottnað yfir hátt-
um og hugarfari heilla þjóða og heimshluta um langa tíð. Allt
hefur þetta haft sín áhrif á sagnaritunina. Meira að segja ekki frá-
leitt að farið sé að bóla á þeirri hugmynd að sagan sé of síbreyti-