Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 130
400
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
sannindi íslendingasagna og eg gerði, þegar eg var ung. Engu að
síður er eg sannfærð um að rannsóknir nútímafræðimanna ganga
stundum þó nokkuð yfir hófleg mörk. Til dæmis hinn endalausi
samanburður, þar sem ekkert má minna á annað, hvorki efnis-
atriði né orðalag, svo að ekki sé talið að um stælingar og bein
áhrif sé að ræða. Eg hef áður reynt að vekja athygli á þessu.
- Áþekkir atburðir eru sífellt að gerast, að vísu með óendanlega
margvíslegum tilbrigðum. En hinar raunverulegu endurtekningar
eru það algengar, að mér virðist þær ályktanir, sem dregnar eru af
þeim hinum meintu líkingum, oft á tíðum ákaflega hæpnar. Ef
farið væri að taka í gegn nútímabókmenntir á sama hátt og gert
hefur verið með fornsögurnar, skil eg ekki í öðru, en að þar
kæmu víða fram einhver skyldleiki og líkingar, þó svo að hægt
væri að sanna að ekki gæti verið um stælingar að ræða.
Mér finnst líka framúrskarandi einkennilegt, að þó að nú líti
út fyrir að þeir sem rita um íslendingasögur, gangi út frá því að
þær séu að miklu eða jafnvel öllu leyti skáldsögur, þá kemur
margoft fram að ekki er talið að höfundarnir hafi sjálfir hugsað
upp efni þeirra. Þeir eiga að hafa tínt efnisatriðin saman úr hinum
sundurleitustu stöðum, margt „fengið“, „sótt til“ eða „þegið“ úr
öðrum íslenskum fornsögum, en sumt ættað lengra að. Eg veit að
vísu að rithöfundar munu fara ýmsar, og ekki ætíð beinar leiðir
við gerð verka sinna, og að þeir verða fyrir hinum margvíslegustu
áhrifum. En samt, - fyrr mætti nú vera samtíningurinn. Og hvar
er þá frumleikur þessara manna, sem þó reyndust þess umkomnir
að skrifa merkilegar bókmenntir? Og greiðan aðgang hlytu þeir
að hafa haft að öllum þessum fjölbreyttu atriðum.
II
í nýlegum Skírni (haust 1992) er margt ákaflega athyglisvert að
sjá. Veitti eg þar fyrst athygli ritgerð eftir dr. Guðrúnu Nordal,
„Freyr fífldur“. Eg fékk meðal annars áhuga fyrir greininni vegna
þess, að allt frá því að eg var barn, hefur Sturla Sighvatsson verið
mér hugstæður, bæði margslunginn persónuleiki hans og harm-
söguleg örlög. Einnig hefur mér verið minnistæð hin undarlega
saga Hallbjarnar frá Kiðjabergi og Hallgerðar konu hans, og