Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 254
524
EINAR SIGURÐSSON
SKlRNIR
hins vegar, svo að nefnd séu dæmi frá síðustu árum. Þetta auðveldar not-
endum vissulega að fá yfirlit yfir tiltekin viðfangsefni, en hefur þann
ókost, að nöfn greinarhöfunda eins og týnast í syrpunum.
Varðandi kaflann með blandaða efninu, og raunar þá þrjá sem á und-
an honum fara, ber enn fremur að geta þess, að til greinanna í þeim köfl-
um er sægur tilvísana frá einstökum höfundum, þeim sem birtast í staf-
rófsröð í 5. kafla skrárinnar.
Skýringar eru við margar færslnanna í skránni, sérstaklega í fyrstu
köflunum fjórum. Skýringanna er þörf, þegar titill greinar er lítt upp-
lýsandi um efnisinnihald, einnig þegar um skoðanaskipti er að ræða og
vísa þarf á milli færslna til að samhengi fáist.
Reynt hefur verið að hafa skrána sem aðgengilegasta fyrir allan þorra
notenda, lærða sem leika. Skammstöfunum er haldið í lágmarki og gert
ráð fyrir, að þær fáu, sem notaðar eru, séu flestum auðskildar. Því hefur
aldrei verið um skammstafanaskrá að ræða í ritinu. Nokkrum sinnum
var hugleitt að ganga lengra í skammstöfunum, t.d. á heitum erlendra
blaða. Einnig mátti hugsa sér skammstafanir á nöfnum þeirra manna,
sem tíðast skrifuðu ritdóma, leikdóma o.þ.h. Þetta hefði þó gert skrána
of óhrjálega í notkun miðað við þann takmarkaða sparnað varðandi
lengd hennar, sem áunnist hefði.
Umfang
Hér á eftir er brugðið upp fáeinum tölum til vitnis um umfang bók-
menntaskrárinnar. Tekin eru sem dæmi upphafs- og lokaár skrárinnar.
Onnur ár eru valin af handahófi:
Ár Lengd (fjöldi blaðsíðna) Fjöldi höfunda Þar af á lífi
1968 53 185 127 (69%)
1971 53 217 131 (60%)
1980 80 280 190 (68%)
1989 126 347 244 (70%)
1992 135 370 267 (72%)
1993 118 357 226 (63%)
Bókmenntaskráin er vitaskuld í sama broti og rit það, sem hún fylgir
- Skírnisbroti. Skráin var styst í upphafi, 53 blaðsíður, en lengst 1992,
135 blaðsíður. Heildarlengd þeirra tuttugu og sex árganga, sem komnir
eru af skránni og taka til áranna 1968-1993, nemur 2361 blaðsíðu.
Eins og sjá má, hefur höfundum fjölgað um nærfellt helming á þess-
um rúma aldarfjórðungi. Eitthvað af þeirri fjölgun kann að mega rekja til
lítið eitt breyttra viðmiðana um val, tilkomu nýrra listgreina, svo sem
kvikmynda, og meiri þaulsöfnunar efnis nú hin síðari ár. Meginskýringin