Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 255
SKlRNIR
BÓKMENNTASKRÁ SKÍRNIS
525
liggur þó í vaxandi bókaútgáfu, og kemur það mjög heim við niðurstöð-
ur þeirra tölulegu yfirlita um íslenska bókaútgáfu, sem birst hafa í
Islenskri bókaskrá. Hins vegar sjást þess merki, að íslenskri bókaútgáfu
fari heldur hnignandi frá og með árinu 1993.
Hlutur þeirra höfunda, sem verið hafa á lífi á hverju því ári, sem
skráin tekur til, hefur verið um sextíu til sjötíu af hundraði, eins og sést á
töflunni að ofan.
Þróun skrárinnar ogframtíð
Hin tæknilega vinnsla bókmenntaskrárinnar var mörg fyrstu árin með
þeim hætti, að hún var sett í blý í prentsmiðjunni, síðan tók ljóssetning
við, en frá 1984 hefur höfundur skrárinnar sett hana sjálfur á tölvu sam-
kvæmt ákveðnu ritvinnsluforriti. Oll vinna við skrána nema prentunin
sjálf, þ.e. efnissöfnun, samning, prófarkalestur, svo og innsláttur hin síð-
ari ár, hefur verið eins manns verk, unnið í hjáverkum.
Verði þráðurinn tekinn upp aftur síðar, þyrfti að slá skrána inn í
gagnasafn jafnóðum og efnt er til hennar og gefa kost á aðgangi að henni
í beinlínuleit. Jafnframt væri æskilegt að fjölga nokkuð skýringargrein-
um við einstakar færslur og gefa þeim efnisorð eftir þörfum. Hin árlega
útgefna skrá yrði þá dregin út úr gagnasafninu líkt og nú á sér stað varð-
andi Islenska bókaskrá, sem dregin er út úr tölvukerfinu Gegni. Þá ætti
jafnframt að auka við skrána efnislykli, ef við verður komið. Komist
verkið á þetta stig, hlyti einnig að verða talið æskilegt að slá allar fyrri
skrár inn í gagnasafnið, en það mundi sjálfsagt kalla á einhverja skoðun á
sjálfu efninu til að heildarsamræmi næðist miðað við nýja vinnsluhætti.
Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar, hefur bókmennta-
skráin alla tíð komið út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags sem
fylgirit Skírnis. Félagið hefur kostað gerð hennar og prentun að öllu leyti
án þess að njóta til þess sérstakra styrkja, að undanskildu nokkru fram-
lagi frá Menningarsjóði næstsíðasta árið, sem var þakksamlega þegið.
Bókmenntaskrá Skírnis er eina bókfræðiverkið hér á landi, þar sem
skráður er og birtur afrakstur tiltekins fræðasviðs ár fyrir ár. Hið aldna
Bókmenntafélag á því miklar þakkir skildar fyrir það framtak, sem það
hefur sýnt með útgáfu skrárinnar, og er óskandi, að félagið fái staðið að
áframhaldandi útgáfu hennar. Bókmenntaiðjan í landinu á mikið undir
því, að stjórn Hins íslenska bókmenntafélags takist að renna þeim stoðum
undir gerð Bókmenntaskrár Skírnis, er tryggi útgáfu hennar til framtíðar.
Heimildir:
Bókmenntaskrá Skírnis. Skrif um íslenskar bókmenntir síðari tíma. 1-26. 1968-1993.
Einar Sigurðsson tók saman. Rv. 1969-1994.
Einar Sigurðsson: „Bókmenntaskrá Skírnis“. Islensk bókfrœði í nútíð og framtíð. Ráð-
stefna haldin á Akureyri 20.-21. september 1990. Ak. 1992, s. 57-62.
Islensk bókaskrá. 1974-1994. Útgáfu annast Landsbókasafn íslands. Rv. 1975-1995.