Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 234
504
RÚNAR HELGI VIGNISSON
SKÍRNIR
lesandans, svo gripið sé til hugtaks viðtökufræðingsins Louise M.
Rosenblatt.14
Hér er aftur á móti stílbragð, sótt í smiðju módernista, sem kann að
vera áhrifaríkara:
[...] og skipið byrjaði að falla og féll undan honum í stökkinu yfir
svelginn og það tók ekkert dekk við fótum hans og hann sveif áfram
og lenti harkalega á maganum og mjöðmunum á lunningunni undir
brúarvængnum þar sem enginn gat séð til hans og hann greip báðum
höndum aftur fyrir sig og náði með pínkrepptum fingrum hægri
handar undir skarpa brúnina á lunningunni innanverðri áður en léttir
fæturnir sveifluðust upp og framyfir hausinn á honum og hann sá
glenntum augum niður svarta síðuna og ofan í grænfyssandi löðrið
aftur með henni [...]. (Múkkinn, 64-65)
Eyvindur P. Eiríksson notast þarna við aðaltenginguna „og“, en hún fel-
ur ekki í sér neitt röklegt mat á aðstæðum, eins og orsakartengingar og
afleiðingartengingar gera. Hásetinn virðist varnarlaus gagnvart náttúru-
hamförunum, þær ríða yfir hann hver á fætur annarri, án þess að honum
gefist ráðrúm til að setja atburðina í orsakasamhengi. Með þessu móti
nálgast frásögnin svokallað vitundarstreymi, sem skapar andblæ hættu
og öngþveitis, en höfundur gætir þess að fara ekki offari svo lesandinn
verði ekki sjóveikur.
Ekki er nein algild lausn á framsetningarvanda sem þessum, en ofan-
greind dæmi gefa nokkra hugmynd um við hvað er glímt. Þær sjóarasög-
ur sem hér hafa verið til umfjöllunar vekja því upp spurningar um hvern-
ig best megi miðla ákveðinni reynslu og veruleik þannig að úr verði áleit-
inn skáldskapur. Hentar ein formgerð betur en önnur? Hvort er væn-
legra til árangurs að líkja nákvæmlega eftir veruleikanum eða að fram-
andgera hann, svo sem eins og með nýstárlegum stílbrögðum og form-
byltingum? - Hér er bókmenntasaga 20. aldar holdi klædd, baráttan milli
raunsæis og módernisma, og víst er þetta ekki einfalt og sannarlega ekki
einhlítt, því raunsæisleg lýsing á heimi sjómannsins getur hæglega verið
þeim sem ekki hefur haft kynni af sjómennsku harla framandleg. Það
mætti næstum halda að höfundar treystu á að ná þannig ferskleika í sög-
ur sínar. Þeir flaska hins vegar á því að frásögnum þeirra svipar ótrúlega
mikið saman, með þeim afleiðingum að hið framandlega hafnar í klisju
þegar öll kurl koma til grafar. Auk þess, og ef til vill þess vegna, má ætla
að flestir ef ekki allir íslendingar hafi í handraðanum staðlaða ímynd af
14 The Reader, the Text, the Poern - the Transactional Theory of the Literary
Work, Carbondale og Edwardsville, Southern Illinois University Press, 1978.
Sjá einkum kaflann „The Poem as Event“.