Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 205
SKÍRNIR
UM FEGURÐINA
475
frá sér konungstign og yfirráð gervallrar jarðarinnar, hafsins og
himinsins, ef mætti hann sjá með því að yfirgefa og sniðganga
þetta og hverfa á vit hins fagra.
8. En eftir hvaða leið?31 Með hvaða brögðum? Hvernig fær
maður séð „óumræðilega fegurð“32 sem eins og dvelur inni í
helgu hofi og stígur ekki fram þar sem hinir vanhelgu fá líka séð
hana fyrir utan? Fari sá sem getur og fylgist með innfyrir og skilji
eftir sjóngáfu augnanna og snúi sér ekki við mót hinum glæstu
líkömum sem hann sá fyrrum. Hann má ekki stökkva á eftir hinu
fagra í líkömum sem hann sér, heldur flýja á vit frummyndarinn-
ar, vitandi að þetta eru eftirmyndir, slóð og skuggar. Sá sem
hleypur til og hyggst grípa eftirmynd sem sannleika, (eins og mig
minnir ýjað að einhvers staðar í einhverri sögu af manni sem vildi
grípa fagra spegilmynd sem lék á vatnsfleti og steyptist niður í
strauminn og hvarf), á sama hátt og í sögunni mun sá sem hengir
sig við fagra líkama og vísar þeim ekki á bug sökkva á kaf í sál
sinni - ekki í líkamanum - niður í dýpstu myrkur þar sem andinn
nýtur engrar gleði. Þar mun hann dvelja blindur hjá Hadesi og
samneyta skuggunum fram og aftur. „Flýjum til vors kæra föður-
lands“, væri hollara ráð.33 En hvaða flóttaleið er tiltæk og hvern-
ig? Höldum á haf út eins og skáldið segir Odysseif hafa gert, á
flótta frá flagðinu Kirku og Kalipsó, og talar þar í táknum, að ég
tel.34 Honum hugnaðist ekki að dvelja um kyrrt þótt hann nyti
augnayndis og byggi við mikla skynjanlega fegurð. Föðurland
okkar er það sem við komum frá og faðir okkar er þar. Hver
verður nú fararmátinn og hver flóttaleiðin? Ekki komumst við
fótgangandi: fæturnir bera okkur hvarvetna frá landi til lands. Þú
skalt ekki útvega hestvagn eða fley. Láttu allt þetta lönd og leið
og horfðu ekki, heldur leggðu aftur augun og breyttu um sjón-
gáfu og vektu þá sem allir hafa, en fáir nota.
31 Þessi kafli hafði mikil áhrif á Águstínus, sbr. Urn ríki Guðs IX 17 og Jdtningar
118, viii 8.
32 Platon, Ríkið 509 A.
33 Sbr. Hómer, Ilíonskviða II, 140.
34 Sbr. Hómer, Odysseifskviða IX, 29 o. áfr. og X, 483-84.