Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 246
516
ÁRNI IBSEN
SKÍRNIR
saman“. Þarna er líka fantasía um það sem margt leikhúsfólk skelfist
meir en allt annað, umræður með áhorfendum eftir leiksýningu („Ekki
fleiri spurningar"). Vesturheimskir söngleikir eiga sinn fulltrúa í sögunni
„Gluggaþvottamennirnir“, þar sem leikmyndin er átta hæða blokk og
danshöfundur og söngtextahöfundur sýnast „fara á kostum", eins og
gjarnan er sagt ef skortur er á orðum til að lýsa hrifningu:
Gluggaþvottamennirnir [...] stökkva á stigana og klifra upp að inn-
anverðu á höndunum einum og bæta síðan gráu ofan á svart með því
að krækja allir sem einn fótum sínum í stigaþrep ofarlega og láta sig
hanga öfuga, grípa umsvifalaust með höndunum niður fyrir sig í ann-
að þrep neðar, losa fæturna, krækja aftur enn neðar og velta sér
þannig niður eftir stiganum með stúlkurnar æpandi fyrir neðan en
síðan klappandi þegar þeir lenda með báða fætur á jörðinni og grípa
um mitti stúlknanna, undarlega samhentir og njóta þess greinilega að
hljómsveitin hægir nú á sér til muna því eins og ósjálfrátt fara pörin
fjögur að syngja: „Til lítils væru lífsins gluggar mér, ef lifði ekki í
þeim mynd af þér,“ og svo framvegis. (bls. 8-9)
Þegar þessi leikur stendur sem hæst gerast óvæntir atburðir. Það verður
einhvers konar ummyndun. Það óræða nær tökum á leiksýningunni og
áhorfendur vita naumast hvaðan á þá stendur veðrið. Þeim sýnist þó ljóst
að barnið sem fellur út um glugga á sjöttu eða sjöundu hæð leikmyndar-
innar - þá greinir á um hæðina - muni hafa verið raunverulegt og til-
heyrði ekki leikhúsblekkingunni. Þannig hættir leikmyndin skyndilega
að vera blekking og sýnist verða það í raun sem hún á að tákna. Engum
sögum fer af viðbrögðum leikenda á sviðinu en látið að því liggja að
uppnámið í áhorfendasalnum eigi sök á því að sýningin stöðvast. Þrátt
fyrir þetta sætir meiri tíðindum að áhorfendur virðast hafa afar ólíkar
skoðanir á því hvað hinn raunverulegi eða leikni faðir barnsins sagði um
leið og hann skellti glugganum aftur eftir að barnið var dottið. Þannig
leikur höfundur sér að mörgum hliðstæðum og andstæðum í senn. Hlið
við hlið stillir hann upp leik og alvöru, blekkingu og raunveruleika,
þaulæfðum háskaleik þeirra sem fara með hlutverk gluggaþvottamann-
anna og hugsanlegum, raunverulegum „háskaleik" barnsins sem dettur,
og loks einstaklingsbundinni reynslu hvers áhorfanda andspænis því sem
er samæft og allir sjá samtímis.
Bestu sögurnar virðast kvikna þannig af ummyndunum og óvæntu
samspili ósættanlegra andstæðna, ólíkra tilvistar- eða vitundarstiga. Vit-
und sögumannsins og þar með lesandans togast á við vitund / tilvist
áhorfendanna í sal hugarleikhússins, og loks togast þetta tvennt á við
heiminn sem hefur verið hugsaður í form leiksýningar á leiksviðinu.
Megintogstreitan virðist því vera milli ólíkra skynjana og þar með milli
þess sem einn skynjar sem veruleika en annar sem blekkingu. Sögu-