Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 233
SKÍRNIR
SJÓARINN SEM ER EKKI TIL
503
Vel má svo sem vera að hver sá sem reyni að gera sjómennsku sæmi-
leg skil í skáldskap reisi sér hurðarás um öxl. Ur því heimur sjómannsins
er jafnmikilfenglegur og raun ber vitni segir sig sjálft að erfitt getur
reynst að koma honum til skila á prenti. Hvernig geta höfundarnir til að
mynda komist inn fyrir skelina á lesandanum og látið hann lifa lýsing-
arnar á samskiptum sjómannsins við hinn ytri heim? Veltum fyrir okkur
nokkrum aðferðum:
Því er lokið, hugsaði ég. Hún fer niður. Þessi hugsun fól í sér þjak-
andi merkingu. Ég fann fyrir sárum verk í brjóstinu sem læsti sig
smátt og smátt um allan líkamann. Síðan hætti hann að skipta máli.
Allt hætti að skipta máli. Líf mitt leið gegnum hugann eins og filma
rynni útaf spólu, atvik, áætlanir, sigrar og ósigrar, allt varð ógilt.
Hvaða máli skipti hvort einhver stelpa hefði verið skotin í mér eða
ætti kærasta? (Með mannabein ímaganum, 131)
Hér er um endurlit að ræða og atburðirnir skoðaðir í því ljósi. Minning-
in um þá hefur verið endursköpuð á litríku og stílfærðu tungumáli. Er
þetta áhrifamikil lýsing? í henni er ekki fólgin nýstárleg hugsun, þótt
reynt sé að gæða hana lífi með stílbrögðum. Hún jaðrar þannig við að
vera skopstæling, en tónninn í bókinni styður samt ekki slíkan lestur.
Getur þá einhver sem ekki hefur lent í þessari aðstöðu reynt lífsháskann
með söguhetjunni? Eða eru þetta einungis smekkleg orð án raunverulegs
innihalds?
Ég veit í rauninni ekkert hvað gerðist. Ég var allt í einu á kafi í
fossandi straumi og sogaðist á stað baðandi út öllum öngum til að ná
einhvers staðar í handfestu. Ég fann sáran sting í hægri mjöðminni
þegar ég rakst harkalega í, en náði ekki taki á neinu. Fyrr en allt í
einu að eitthvað varð fyrir mér, vír eða járnbiti, ég vissi ekki hvað. Ég
greip um þetta með hægri hendinni og tókst líka að halda mér þarna
með þeirri vinstri, og svo linaðist vatnsflóðið. Hausinn á mér kom
upp úr sjónum og ég gat aftur andað. (Hafborg, 56)
Hér er hlutlægari lýsing og dempaðri, aðeins hinu ytra er lýst, með það
fyrir augum væntanlega að skapa hugarástand eða stemmningu. Er þetta
áhrifameira? Dæmi hver fyrir sig, en mér sýnist frásögnin fullyfirveguð
til að gefa tilfinningu fyrir þeim háska sem um ræðir. Að vísu jaðrar við
úrdrátt í anda Hemingways, en hann nær ekki að setja mark sitt á frá-
sögnina og mynda þá dramatísku íroníu sem þyrfti til að varpa fersku
ljósi á atburðinn. Hvorugur kaflinn hér að ofan gefur verulega trúverð-
uga tilfinningu fyrir háskanum og ringulreiðinni sem einkennir atburða-
rásina, Iýsingarnar gera lesturinn ekki að sannfærandi atburði í lífi