Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 213
SKÍRNIR
ER GAGN AÐ SKÁLDSKAP?
483
Ég veit hinsvegar ekki til að neitt hafi komið fram sem styðji
þá skoðun raunsæismanna, að listamenn og listunnendur séu
betri borgarar, hegði sér siðsamlegar, séu félagslega þroskaðri eða
á annan hátt heilbrigðari en fólk flest. Oðru nær! Mín vegna má
líta á alla list sem vitsmunalegan leik eða andlega fimleika einsog
formhyggjumenn gera. Ég þykist samt skynja, jafnvel í torræð-
ustu skáldverkum einsog Finnegans Wake, að listin sé miklu
fremur tengd mannlífinu en fullkomlega óháð því.
Tjáningarhyggja
Viðhorf, sem leitast við að tvinna saman í eina heild ýmsa þætti
úr báðum fyrrgreindum kenningum (þó það feli ekki í sér sam-
runa þeirra), mætti kalla tjáningarhyggju. Þetta viðhorf hafnar
ekki því sjónarmiði formhyggjumanna, að merking og gildi lista-
verks felist í fagurfræðilegum eigindum þess, en vísar á bug þeirri
skoðun stækra raunsæismanna að ólistrænir þættir skipti megin-
máli í list. Það hafnar samt þeirri kenningu einlyndra form-
hyggjumanna að listræn upplifun sé einungis vitsmunaleg og
ótengd daglegu lífi. Hvernig er hægt að halda því fram, að merk-
ing og hlutverk listar sé einungis fagurfrœðilegt, og jafnframt
staðhæfa að listaverk geti haft áhrif á eigindir og gæði mannlegs
lífs? Þetta er að mínu viti grundvallarspurning, því hún orðar þau
tvö skilyrði sem fullnægja verður, eigi fagurfræðileg kenning að
vera nothæf. Fyrst verður að staðfesta eðli listarinnar sem listar.
Síðan verður að viðurkenna samband lífs og listar.
Með því að nýta okkur hugmyndir ólíkra höfunda, sem um
þetta efni hafa fjallað, getum við sett saman eftirfarandi svar: Fag-
urfræðilegir þættir listaverks eru að eigindum svipaðir þeim eig-
indum sem auðkenna mannlega reynslu. Þegar einstaklingur til-
einkar sér eigindir sem fólgnar eru í fagurfræðilegu inntaki lista-
verks, þá er hann líka að tileinka sér eigindir sem eru hluti af allri
mennskri reynslu. Að sama skapi sem listaverk býr yfir fagur-
fræðilegum eigindum sem eru sannfærandi, veigamiklar, næmar,
og njótandinn upplifir þessar eigindir, að því skapi verður eðli
þeirrar upplifunar - sambandsins milli eiginleika fagurfræði og
lífs - sannfærandi, veigamikið og næmt.