Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 137
SKÍRNIR
HVAÐ ER SANNLEIKUR?
407
Tveir menn segja varla alveg eins frá sama atburði, þó að verið
hafi sjónarvottar og hvorugur vilji halla réttu máli. En það er
ólíklegt að þeir hafi beitt eftirtekt sinni nákvæmlega að því sama,
og á sama hátt. Það getur meðal annars farið eftir ólíku gáfnafari,
smekk og lyndislagi. Eitthvað tilsvarandi hlýtur að vera um þá,
sem horfa yfir landslag, auk þess liggur þarna á milli ómælishaf
tíma, sem tekur yfir margar aldir. Þessu til viðbótar er svo það að
landslagið getur verið nokkuð breytt. Sumsstaðar kann land að
hafa risið, annarsstaðar brotnað niður, svo að lögun strandarinnar
sé ekki sú sama og forðum. Lækir og ár hafa getað breytt um far-
vegi, lækir jafnvel þornað upp. Gróður hefur áreiðanlega breyst,
sumsstaðar ef til vill færst út, en þó oftar þorrið og landið blásið
upp. Sérstaklega hlýtur að vera mikill sjónarsviptir að skógunum,
sem hér voru í öndverðu. Úr klettum getur líka hafa hrunið og
þeir breytt um lögun. Hvað síst held eg þó líkur til að nútíma-
maður geti séð inn í hugskot fornmannsins, sem eitt sinn bar að
fjarlægri, ókunnri strönd, sem hann hugðist gera að landnámi
sínu.
Þegar eg fyrst las ritdóm Guðrúnar Ásu um ÍF XIII, hafði eg
ekki enn séð bókina, og þó að eg væri búin að lesa allar sögurnar
áður, var langt um liðið, og eg farin að hálfgleyma þeim, nema
aðalefninu. En þegar eg fór að lesa formála þessarar nýju útgáfu,
fannst mér sannarlega mikið til um. Hvílík hugkvæmni og hvílíkt
harðfylgi við að „hrekja mannsnafn úr örnefni,“ eins og Guðrún
Ása kemst að orði. Helst skulu öll örnefni gerð að náttúrunöfn-
um, og þó er raunar um miklu meira að ræða.
Guðrún Ása segir: „Þegar fjölmörg örnefni [...] hafa verið
skýrð að nýju - án sögu - verður harla lítið eftir af sannleiksgildi
sagnanna" (s. 453). - Undarlegt er nú samt, ef það getur haft áhrif
á sjálfa söguna, þó að farið sé, eftir eigin geðþótta að umsnúa
nöfnum, sem gefin voru fyrir meira en þúsund árum. En það er
svo að sjá sem prófessor Þórhallur vilji slá striki yfir flestar sann-
indalíkur í þessum sögum, og þess í stað „les“ hann út úr lands-
lagi söguslóðanna fróðleik, áreiðanlegri þeim, sem fyrr var
skráður. Þetta get eg ekki skilið.
íslendingasögur þær, sem hér um ræðir, geyma fjölda örnefna,
þar á meðal mörg, sem líta út fyrir að vera dregin af mannanöfn-