Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 127
SKÍRNIR
STJÓRNARSKRÁ OG MANNRÉTTINDI
397
mgr., sjá einnig mannréttindasáttmála Evrópu, 11. gr., 1. mgr., félags-
málasáttmála Evrópu I, 5.-6. tl., II, 5.-6. gr., alþjóðasamning um efna-
hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, 8. gr. og alþjóðasamning um
borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, 22. gr., 1. mgr. Sjá ennfremur sam-
þykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um félagafrelsi og verndun þess
[nr. 87] 9. júlí 1948 (ILO 87), I. og II. kafla. Þar er félögum verkamanna
og vinnuveitenda veitt vernd. Sjá einnig samþykkt Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar nr. 98, um beitingu grundvallarreglna um réttinn til að
stofna félög og semja sameiginlega (ILO 98), 1.-6. gr.
Réttur til verkfalla er tryggður í félagsmálasáttmála Evrópu, 6. gr., 4.
mgr. og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt-
indi, 8. gr. 1. mgr., d.
Réttur til að standa utan félaga er tryggður í 74. gr., 2. mgr. stjórnar-
skrárinnar með þeim takmörkunum að skylda megi mann til aðildar með
lögum ef nauðsynlegt er til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna
almannahagsmuna eða réttinda annarra. Sjá einnig mannréttindayfirlýs-
ingu Sameinuðu þjóðanna, 20. gr., 2. mgr., inngang mannréttindasátt-
mála Evrópu þess efnis að ríkisstjórnir þær sem undirritað hafa samning-
inn og eru aðilar að Evrópuráðinu „hafa í huga mannréttindayfirlýsingu
þá sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti hinn 10. desember
1948“. Sjá einnig félagsmálasáttmála Evrópu II, 1. gr., 2. mgr.
Réttur til vinnu er tryggður í 75. gr., 1. mgr. stjórnarskrárinnar. Sjá
einnig mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, 23. gr., 1. mgr., fé-
lagsmálasáttmála Evrópu I, 1. tl., II, 1. gr., sbr. viðauka II. kafla, 1. gr., 2.
mgr. og alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt-
indi, 6. gr., 1. mgr.
Réttur til menntunar er tryggður í 76. gr., 2. mgr. stjórnarskrárinnar.
Sjá einnig mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, 26. gr., mann-
réttindasáttmála Evrópu, viðauka nr. 1, 2. gr., félagsmálasáttmála Evrópu
I, 10. tl., alþjóðasáttmála um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt-
indi, 13. gr., og samning um réttindi barna, 27. gr.
Réttur til aðstoðar vegna sjúkleika er tryggður í 76. gr., 1. mgr. stjórn-
arskrárinnar. Sjá einnig félagsmálasáttmála Evrópu, 11., 13. og 15. gr. og
alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, 12.
gr-
Viðauki III
Tjáningarfrelsi er tryggt í 73. gr., 2. mgr. stjórnarskrárinnar þannig að
allir eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Sjá einnig mannréttindayfir-
lýsingu Sameinuðu þjóðanna, 19. gr., mannréttindasáttmála Evrópu, 10.
gr., 1. mgr. og alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi,
19. gr., 1.-2. mgr. - Jafnframt er svo mælt að menn verði að ábyrgjast
skoðanir sínar fyrir dómi, 73. gr., 2. mgr. Heimilt er einnig að setja