Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 129
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
Hvað er sannleikur?
i
hvað ER SANNLEIKUR? Þannig var eitt sinn spurt svo sem frá er
greint í helgri bók, og fátt er mér minnisstæðara frá bernsku
minni en sú djúpa hryggð, sem gagntók mig, þegar eg sat með
biblíusögurnar mínar og las um það að landstjórinn, sem bar fram
spurninguna, beið ekki eftir svari mannssonarins, heldur veik frá
án þess að fá svar. Mér fannst þetta svo óendanlega sorglegt, að fá
ekki svar við slíkri spurningu, þegar það virtist svona nærri, en
skynja í stað leiðsagnar aðeins auðn og tóm. Og enn er spurning-
unni ósvarað.
Á langri ævi hef eg oft leitt hugann að þeim yfirgengilegu
breytingum, sem orðið hafa síðan eg var barn. Það er eins og
komin sé alveg ný veröld. Tvær heimsstyrjaldir hafa ekki látið sig
án vitnisburðar, en stórfelldustu breytingarnar munu tengjast
þeim tækniundrum, sem menn hafa nú á sínu valdi og enn eru á
fleygiferð. Allt verður að vera stórfenglegra en áður hefur þekkst,
stærra og margbrotnara og æ sjálfvirkara. Vissulega er það
dásamlegt, jafnvel þó að beygur við kjarnorkuna, mengunina og
sitthvað fleira valdi áhyggjum. - Islendingar bjuggu við lítt
breytta verkmenningu í meira en þúsund ár og því fylgdi auðvit-
að takmarkalaus þrældómur og strit, en tiltölulega lítil afköst,
hvað sem menn lögðu á sig og kepptust við. En þegar loksins fór
að rofa til, gengu breytingarnar svo undrahratt yfir, of hratt að eg
held.
Eitt af því, sem tekið hefur gagngerum breytingum frá því að
eg man fyrst eftir, er skilningur á okkar fornu bókmenntum,
þjóðararfinum, sem oft er svo fjálglega nefndur, þegar mikið skal
við hafa. Nú á að meðhöndla þessar gömlu bækur á raunsærri og
skynsamlegri hátt en áður var gert, nú skal engin rómantík, forn-
aldardýrkun eða óskhyggja villa mönnum sýn. Það er auðvitað
ekki nema gott. Sjálf er eg ekki farin að trúa jafn bókstaflega á
Skímir, 169. ár (haust 1995)