Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 136
406
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
kennd við dr. Helga Pjeturss vegna rannsókna hans þar í landi, og
endilega minnir mig að einhversstaðar á hálendinu sé til Þorvalds-
fjall, kennt við Þorvald Thoroddsen. I Dyngjufjöllum er Jóns-
skarð, kennt við Jón Þorkelsson á Jarlsstöðum í Bárðardal, sem á
sinni tíð var kunnur fylgdarmaður ferðamanna. - Rafmagnsstöð í
sambandi við Sogsvirkjun heitir Steingrímsstöð eftir Steingrími
Jónssyni, rafmagnsstjóra. - Fyrir nokkru var byggður upp við
Kverkfjöll fjallaskáli til hagsbóta fyrir ferðamenn. Skáli þessi var
látinn heita Sigurðarskáli, eftir Sigurði Egilssyni frá Laxamýri,
sem hafði verið mjög fyrir í ferðamálum Þingeyinga. Heyrt hef eg
nefndan Skagfjörðsskála í Þórsmörk. A Stokkseyri er Þuríðarbúð,
kennd við Þuríði formann. Tómas Sæmundsson fann óvænt gróð-
urblett uppi á öræfum og sjálfur Jónas Hallgrímsson festi nafn
vinar síns við blettinn og kallaði Tómasarhaga. - Nálægt Kaldadal
er Biskupsbrekka, þar hafði andast Jón biskup Vídalín. Svo má
nefna þann góða stað Árnagarð og einnig listasafnið Kjarvals-
staði. Hin nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli er látin bera nafn
Leifs Eiríkssonar. I endurminningum Gyðu Thorlacius kemur
fram að bústaður sýslumannsfólksins á Eskifirði var kallaður
Gyðuborg og sýnist þar vera vísað til nafns húsmóðurinnar. Til
er Tryggvaskáli, kenndur við Tryggva Gunnarsson. Svona mætti
lengi telja.
I hinu umrædda bindi ÍF XIII eru fjórar Islendingasögur og
níu þættir. Sögurnar eru: Harðar saga, Bárðar saga Snœfellsáss,
Þorskfirðinga saga og Flóamanna saga. Það vill svo til, að þetta
eru í aðra röndina allt ævintýrasögur. I þeim öllum koma fyrir
„yfirnáttúruleg“ atriði og Bárðar saga líkist mjög þjóðsögu. Samt
sem áður eru þær allar merkar, hver á sinn hátt, og eg hygg að all-
ar geymi þær einhverjar fornar minningar. - I sögum þessum er
mikill fjöldi örnefna og telur útgefandi þau gegna afar miklu hlut-
verki. Sagt er að Þórhallur hafi hvarvetna athugað staðhætti af
eigin raun, svo og notið aðstoðar bæði heimamanna og jarðfræð-
inga. Og hann hefur leitast við að sjá yfir óbyggt land úr sporum
hins norræna sæfara, landnámsmannsins, sem valdi kennileitum
nöfn. Hann hefur að vísu getað staðið nokkurnveginn í sporum
sæfaranna, (þó naumast nákvæmlega,) en aldrei hefur hann með
vissu séð landslagið með hans augum.