Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 253
SKÍRNIR
BÓKMENNTASKRÁ SKÍRNIS
523
Árið 1989 setti Leikfélag Akureyrar á svið leikritið Hver er hrœddur
við Virginíu Woolf ? eftir Edward Albee, í þýðingu Sverris Hólmarsson-
ar. Áður en að frumsýningu kom, urðu alvarlegir árekstrar milli leik-
stjóra sýningarinnar og aðalleikenda, sem leiddu til þess að leikstjórinn
lét af störfum. Af þessu spunnust langvinn skrif. Þau eru öll tilfærð í
bókmenntaskránni undir nafni þýðanda verksins, enda þótt þessi hluti
umræðunnar um sýninguna hafi verið honum með öllu óviðkomandi.
Árið 1993 vék útvarpsstjóri Hrafni Gunnlaugssyni frá sem dagskrár-
stjóra Sjónvarps, og vakti málið þegar mikla athygli. Hitt þótti þó enn
meiri tíðindum sæta, er menntamálaráðherra réð hinn sama Hrafn sem
framkvæmdastjóra sömu stofnunar. Spunnust af þessu máli stórpólitísk-
ar deilur, sem m.a. urðu fyrirferðarmiklar í dagskrá Alþingis og teygðu
sig langt út fyrir mat á listrænum verðleikum viðkomandi höfundar.
Ollu, sem birtist á prenti um þetta mál, er til skila haldið í skránni undir
hans nafni.
Almennt má segja, að aðdrættir efnis miðist við, að um tæmandi skrá
sé að ræða frekar en svokallaða valskrá. Flest var tekið með, sem til bók-
menntaumræðu getur talist, nema beinlínis væri um fréttaklausur að
tefla. Kann í sumum tilvikum að þykja fulllangt gengið, en þannig hefur
verið litið á, að skránni beri öðrum þræði að vera til vitnis um viðtökur
almennings. Þess vegna voru til að mynda miðlungi veigamikil lesenda-
bréf í dagblöðunum gjarnan tekin með. Skránni er einnig ætlað að varpa
ljósi á bókmenntaumræðuna í landinu í víðtækasta skilningi og vera þar
með að sínu leyti nokkurs konar menningarspegill. Hinu ber heldur ekki
að neita, að ýmsu smálegu var haldið til haga með það í huga, að ein-
hverjum gæti orðið upprifjun þess til skemmtunar.
Notagildi
Á þeim rúma aldarfjórðungi, sem Bókmenntaskrá Skírnis kom út var
ekki um mikil viðbrögð frá notendum að ræða, t.d. kvartanir eða ábend-
ingar, sem leitt hefðu getað til breytinga. Þau viðbrögð sem fram komu
voru yfirleitt jákvæð. Engin formleg könnun hefur heldur verið gerð á
því, hverjir nota skrána helst. Vitað er, að hún er töluvert notuð í skóla-
starfi, einnig hafa bókmenntamenn innan lands og utan tekið henni mjög
þakksamlega. Um annað er minna vitað.
Það sem ætla má, að helst hafi valdið erfiðleikum við notkun skrár-
innar í seinni tíð, er hversu bólginn kaflinn með blönduðu efni var orð-
inn, án þess að til hafi komið registur til að auðvelda notkun hans. Innan
þessa kafla, svo og kaflans um bókaútgáfu, var alloft til þess gripið að
draga náskylt efni saman í heildarsyrpur. Þannig er til að mynda um ís-
lensku bókmenntaverðlaunin, Kvikmyndamál, Launa- og félagsmál
rithöfunda, Menningarsjóð útvarpsstöðva, Virðisaukaskatt á bækur og
umræðu um Þjóðleikhúsið, rekstur þess annars vegar og byggingarmálin