Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 252
522
EINAR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
varpsstöðvum og leikhúsum. Sendikennarar, íslandsvinir og kunningjar
erlendis voru oft hjálplegir. Urklippur bárust og stundum til utanríkis-
þjónustunnar eða Rithöfundasambandsins. Þá hefur einnig verið um
beint samband að ræða við skáld og rithöfunda, sem vænta mátti að hefðu
orðið tilefni bókmenntaskrifa erlendis, og kom drjúgt efni þá leiðina.
Enn fremur ber að geta þess, að eftir að farið hafði verið yfir flestöll
þau rit, sem til náðist, a.m.k. hin innlendu, var úrklippusöfnum Miðlunar
flett, þ.e. flokkunum Bækur og bókaútgáfa, Leiklist og Kvikmyndir. Þar
er eins og kunnugt er birt það efni íslenskt, sem starfsmenn fyrirtækisins
hafa náð til. Einnig er þar sitthvað um íslensk málefni, sem birtist erlend-
is, þótt í minna mæli sé en æskilegt væri. Á sama hátt var farið yfir úr-
klippubækur Þjóðleikhússins, en þær eru sem næst tæmandi um allt það,
sem innan lands birtist um leiklist. Með yfirferð yfir úrklippusöfnin var
aðallega um eftirleit eða fínkembingu að ræða, meginefninu hafði verið
safnað áður.
Eins og gefur að skilja var langerfiðast að ná til þess efnis, sem birtist
erlendis, og verður því aldrei safnað til fullrar hlítar. Þetta á ekki síst við,
að því er varðar íslenskar kvikmyndir, en þær eru nú í vaxandi mæli
sýndar í erlendum kvikmyndahúsum, kynntar á kvikmyndahátíðum og
teknar á dagskrá erlendra sjónvarpsstöðva.
Val og afmörkun efnis
Eins og áður segir, myndar sá kafli meginefni skrárinnar, þar sem ein-
stakir höfundar eru færðir upp einn af öðrum í stafrófsröð og efni sem
varðar hvern einstakan skipað undir nafn hans.
Val höfunda í þennan hluta skrárinnar var ekki vandalaust. Helsta
viðmiðunin er sú, að viðkomandi hafi gefið út bók með skáldskap í lausu
eða bundnu máli. Þó er það ekki einhlítt, einkum að því er varðar skáld-
menni frá fyrri öldum, enda áttu þeir að jafnaði ekki hægt um vik að fá
gefna út eftir sig bók. Nútímahöfundar geta á hinn bóginn nýtt sér nýj-
ustu fjölföldunartækni til að koma út einföldu bókarkorni við hóflegum
kostnaði.
I höfundakaflanum er stundum seilst lengra eftir efni en talið verður
að komi bókmenntaiðju viðkomandi höfundar beinlínis við. Er þá gjarn-
an um að ræða deilur eða snörp skoðanaskipti, sem gosið hafa upp í
tengslum við verk, sem höfundurinn hefur samið eða þýtt, eða vegna
starfa hans á öðrum vettvangi menningarmála. Til glöggvunar og gamans
verða hér nefnd þrjú dæmi frá mismunandi tíma:
Árið 1978 kom út þýðing Þórarins Eldjárn á Félaga Jesús eftir Sven
Wernström. Bókin er ætluð börnum, en vakti að efni til hörð viðbrögð
forsvarsmanna þjóðkirkjunnar, alþingismanna og fjölmargra annarra.
Gagnrýnin beindist ekki nema að mjög litlu leyti að þýðandanum, enda
þótt skrifunum sé skipað undir hans nafn í skránni.