Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
UM FEGURÐINA
471
líkamana en eru þó ekki allir snortnir jafn djúpt, heldur sumir
mest, og kallast þeir ásthneigðir.
5. Við verðum þá að inna ástmenn hins óskynjanlega eftir
þessu: „Hvernig er upplifun ykkar af því sem nefnt er fagrir lífs-
hættir, fagrir siðir og hófstillt lundarlag og almennt af dygðugri
breytni og hneigðum og fegurð sálnanna? Og hvað upplifið þið
þegar þið sjáið fegurð ykkar sjálfra hið innra?15 Hvernig er æðið
og æsingurinn og þráin eftir að vera með sjálfum ykkur og lesa
sjálfa ykkur upp frá líkamanum?“ Því þetta er það sem sannir ást-
menn reyna. En gagnvart hverju upplifa þeir þetta? Ekki er það
lögun neins eða litur,16 né nokkur stærð, heldur sál sem bæði er
sjálf litlaus og hefur til að bera litlausa hófstillingu og annan
„ljóma dygðarinnar“.17 Þetta er það sem þið reynið, þegar þið
sjáið í sjálfum ykkur eða öðrum mikilfengleik sálar, réttvísa lund,
hreina siðsemi og hinn göfga svip hugrekkisins,18 ásamt tign og
hógværð í ódeigri, traustri og órofa skaphöfn, og yfir þeim hinn
goðumlíka hug sem lýsir þeim. Við dáum og elskum þvílíka eig-
inleika, en af hverju köllum við þá fagra? Þeir eru til og birtast, og
sá sem sér þá getur ekki annað sagt en að þeir séu það sem raun-
verulega er. En hvað merkir „raunverulega er“? Að þeir séu til
sem fegurð. En rökræðan heimtar enn svar við því hvers vegna
hið raunverulega geri sálina að viðfangi ástar. Hvað er það sem
geislar af öllum dygðunum eins og ljós? Viltu taka andstæðuna,
ljótleika í sálinni, og sjá muninn? Kannski gæti hið ljóta gagnast
okkur í leitinni: hvað er það og hvers vegna birtist það svo? Ger-
um þá ráð fyrir ljótri sál, taumlausri og ranglátri, morandi af
flestum girndum; hvikulli í öllu, óttafull vegna hugleysis og öf-
undsjúk vegna lítilmennsku; hún hugsar smáar og forgengilegar
hugsanir að svo miklu leyti sem hún hugsar nokkuð; hún er slæg
og ann saurugum nautnum, lifir lífi hinna líkamlegu kennda og
nýtur ljótleikans.19 Eigum við ekki að segja að einmitt þessi
15 Sbr. Platon, Faídros 279 B 9.
16 Platon segir frummyndirnar „án lögunar og litar“ í Faídrosi 247 C.
17 Platon, Faídros 250 B.
18 Sbr. Hómer, Ilíonskviða VII, 212.
19 Sbr. Platon, Gorgías 525 A.