Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 22
292
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
ritdeilu sjáum við hvernig hugmyndin um höfundarrétt mótast
enn frekar.
Sálmabókin sem hér um ræðir var oftast kölluð Aldamóta-
bókin en á stundum uppnefnd Leirgerður - hún var prentuð í
prentsmiðjunni á Leirárgörðum árið 1801. I formála, sem virðist
einkum vera skrifaður af Magnúsi Stephensen (þótt Geir Vídalín
biskup riti nafn sitt undir hann líka),27 er ekki farið í grafgötur
með að bókinni sé ætlað að boða nýja stefnu í trúmálum. Ljós
upplýsingarinnar hafi glaðnað svo á Islandi undanfarin ár að það
sem áður þótti „gott og jafnvel óefandi, er nú þeckt að vera rángt
edur ótilhlýdilegt, hégómlegt og óverdugt þeim Gudi, sem í opin-
berri þjónustugjord dýrkast á einin með verdugum Sálmum og
lofsaungum".28 Eitt af því sem breyttist í sálmakveðskapnum með
nýrri kenningu var að hvergi mátti minnast á djöfulinn og fylgdi
Magnús því hart eftir í Aldamótabókinni. En Magnúsi var ekki
einasta uppsigað við skrattann í kveðskap bókarinnar, hann
,,umbreytt[i] og lagadfij, hvar þurfa þókti“, eins og segir í for-
mála bókarinnar. Um tilgang breytinganna segir hann:
í orda-lagi sálmana er [...] sneydt bædi hjá ollum myrkvum og þúng-
skildum, líka og efa-somum og tvírædum orda-tiltækjum, en kostad
kapps um ad laga þá, sem ljósast og skiljanlegast vard fyrir fáfróða og
einfalda, hvorra fjoldi er mestur til, og þeim hellst þorf á med sálmum ad
uppvekjast og uppbyggjast. (s. XV)
Hér talar upplýsingarfrömuðurinn Magnús Stephensen; skáld-
skapnum er breytt svo að hann geti þjónað tilgangi fræðslustefn-
unnar sem best.
Séra Jón Þorláksson á Bægisá (1744-1819) var fyrstur sálma-
skálda Aldamótabókarinnar til að andmæla þessari atlögu að
kveðskap þeirra og orti „Rustasneið", bituryrt níðkvæði um bók-
ina sem hefst á þessu erindi:
27 Sjá til dæmis Sigurð Stefánsson, Jón Þorláksson. Þjóðskáld íslendinga. Æfisaga
(Almenna bókafélagið, Reykjavík 1963, s. 201).
28 „Til lesarans", Evangelisk-kristileg Messu-saungs- og Sálma-Bók, af konúng-
legri tilhlutun samantekin til almennilegrar brúkunar í kirkjum og heima-hús-
um og útgefin af því konúnglega íslendska Lands-Uppfrœdingar Félagi (Leir-
árgordum vid Leirá 1801, s. IV).