Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 204
474
PLÓTÍNOS
SKÍRNIR
það sem þráin beinist að. En að uppskera það kemur í hlut þeirra
sem hefja sig upp og hafa snúist og kastað af sér því sem þeir
íklæddust á leið sinni niður - eins og þeir sem ganga upp til helgi-
athafna ganga í gegnum skírslur og kasta af sér klæðunum sem
þeir fyrrum klæddust og ganga upp naktir - uns allt sem er fram-
andi guði hefir verið lagt að baki í uppgöngunni og maður sér
með sjálfum sér einum það sjálft eitt, skírt, einfalt og hreint27 sem
allt er háð, horfir á það og er, lifir og hugsar:28 því það er orsök
lífs, hugar og veru. Hvílíkur ástarblossi kæmi í hlut þess sem liti
þetta, hvílík þrá eftir að sameinast því, hversu lostinn yrði hann af
nautn! Sá sem hefir enn ekki litið það getur þráð það sem eitt-
hvað gott; sá sem hefir séð það dáist að fegurð og fyllist undrun
og unaði, höggdofa án þess að bíða skaða, og elskar af sannri ást
og ertandi löngun. Hann hlær að annarri ást og lítur niður á það
sem hann áður taldi fagurt. Honum fer sem þeim sem lítur svip-
myndir guða eða anda og hugnast ekki lengur fegurð annarra lík-
ama. „Hvað eigum við þá að halda um þann sem lítur hið fagra
sjálft, þar sem það er hreint í sjálfu sér, ómengað af holdi“,29 eða
líkama, hvorki á jörðu né á himni, svo að það haldi hreinleikan-
um? Því allt þetta eru viðaukar, sambræðingar og ekki frumlægt,
heldur af því leitt. Sá sem sæi það, sem veitir öllu hinu og gefur
hvílandi í sjálfu sér án þess að taka við neinu, og dveldi í sýn því-
líkrar fegurðar og nyti þess orðinn líkur því - hvaða fegurðar
annarrar gæti hann þarfnast? Því þetta, sem er sjálft öllu fremur
fegurð og hin frumlægasta fegurð, gerir elskendur sína fagra og
elskuverða. Hér standa sálirnar frammi fyrir hinni hinstu og
mestu þolraun:30 þetta er tilgangur allra okkar þrauta, að missa
ekki af hlutdeild í bestu sýninni. Sá sem hana hlýtur er sæll að
hafa séð þá sælu sýn, en lánlaus sá sem fer hennar á mis. Sá sem
mistekst að hreppa fegurð lita eða líkama, völd eða stöðu, jafnvel
sá sem mistekst að hreppa konungstign, er ekki lánlaus, heldur sá
sem mistekst að öðlast þetta eitt: sakir þessa hlýtur hann að gefa
27 Sbr. Platon, Samdrykkjan 211 E.
28 Sbr. Aristóteles Frumspekin 1072bl4.
29 Platon, Samdrykkjan 211 D-E.
30 Sbr. Platon, Faídros 247 B.