Skírnir - 01.09.1995, Blaðsíða 40
310
SIGURÐUR GYLFIMAGNÚSSON
SKÍRNIR
elstu atburðir sem þær greina frá áttu sér stað. Sagnfræðingar sem
áhuga hafa á að nota sjálfsævisöguna sem heimild velta þar af
leiðandi fyrir sér áreiðanleika hennar. Þá er gjarnan spurt hvort
sjálfsævisagan sé ekki fremur heimild um ritunartíma sinn en
þann tíma þegar atburðirnir áttu sér stað. Slíkar vangaveltur eru
ekki ástæðulausar og sýnist sitt hverjum. Niðurstaðan hefur orð-
ið sú að sagnfræðingar hafa að miklu leyti sniðgengið þessar
heimildir.1
Hvað sem segja má um takmarkanir sjálfsævisagna er hætt við
að sú mynd sem þær gefa okkur af lífi fólks sé stöðnuð eða það
sem kalla mætti stillimynd. Sjálfsævisögur eru samantekt á ótelj-
andi atburðum úr lífi hvers einstaklings. Við samantektina verða
fínni drættir lífsins gjarnan útundan, meðal annars vegna þess að
þeir sitja ekki eftir í minni fólks eða þykja einfaldlega ekki í frá-
sögur færandi. Þær myndir sem birtast okkur á síðum sjálfsævi-
sagna sýna ekki greinilega breytingar á hverju lífsþrepi og jafnvel
ekki hreyfingar einstaklinga á milli lífsþrepa.2 Kosturinn við
1 Fjallað hefur verið allítarlega um stöðu sjálfsævisögunnar af Sigurði Gylfa
Magnússyni, „The Continuity of Everyday Life: Popular Culture in Iceland
1850-1940.“ Óprentuð doktorsritgerð frá Carnegie Mellon-háskólanum í
Bandaríkjunum, 1993, bls. 16-38. Um sjálfsævisögur verður einnig fjallað í
væntanlegri bók Sigurðar Gylfa Magnússonar, Ævi og saga. Heimildargildi
sjálfsœvisögunnar og persónulegra heimilda, en hún mun að öllum líkindum
koma út árið 1996. Ástæða þess að sagnfræðingar hafa ekki nýtt sér persónu-
legar heimildir nema á mjög handahófskenndan hátt má rekja til söguspeki
tuttugustu aldar sem hafði kröfuna um strangvísindaleg vinnubrögð í anda fé-
lagsvísinda að leiðarljósi. Persónulegar heimildir eru í eðli sínu huglægar og
einstakar. Á allra síðustu árum hafa fræðimenn þó snúið sér að þeim í ríkara
mæli, meðal annars í kjölfar póst-módernískra áhrifa á húmanískar greinar. Sjá
til dæmis Harvey J. Graff, Conflicting Paths. Growing up in America
(Cambridge, MA, Harvard University Press, 1995).
2 Hér er átt við þær breytingar sem hver einstaklingur glímir við á vegferð sinni
frá vöggu til grafar. Hvert lífsþrep ber sín sérstöku einkenni. Starfsemin á
hverju lífsþrepi einstaklinga gefur ekki aðeins mjög sterka vísbendingu um
virkni og þróun þess sem í hlut á heldur einnig um virkni þjóðfélagsins í heild.
Rannsóknaraðferð sú sem gjarnan er notuð við könnun á ævi fólks er kölluð
lífsferlisgreining (life-course analysis). Sjá Sigurð Gylfa Magnússon, „Alþýðu-
menning á íslandi 1850-1940.“ íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990. Ritgerðir.
Ritstjórar Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson (Reykjavík,
Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla Islands, 1993), bls. 265-